Leita í fréttum mbl.is

Lagfæringar

Bara jafneinfaldur hlutur og að búa í einfaldri íbúð krefst þess að alltaf þarf að vera að lagfæra eitthvað.

Núna fyrir jólin náði litla fjölskyldan á Kelduskógunum því takmarki að koma sér endanlega fyrir í íbúðinni sem við keyptum fyrir tveimur og hálfu ári síðan - en við erum svo óheppin að það hafa komið fram gallar á íbúðinni okkar, vatn lekur vítt og breytt - og nú er svo komið að þegar ákveðið stórfyrirtæki á Egilsstöðum er nefnt dettur mér bara í hug leki og leiðindi..., þegar ég sé svo bréf þar sem þetta sama fyrirtæki slær sér á brjóst fyrir vönduð og fagleg vinnubrögð þá leka úr hausi mínum og hjarta neikvæðir straumar.

Það er hroðalega leiðnlegt að þurfa að ganga á eftir endurbótum sem viðurkennt er að þarf að fara í - ætli það nái ekki að vera liðið ár frá því að gallarnir komu fram þar til þeir verða lagfærðir.... og þá er ekki verið að tala um stóra galla á húsinu utan við mína íbúð...

En af því að mér finnst Pollýönnuleikurinn alltaf besti leikurinn þá er íbúðin fín - svona ef við þyrftum ekki að nota vatn....

En svo held ég áfram lagfæringum á sjálfri mér - fór í þennan fína body-pump tíma hjá Auði Völu í morgun, við kerlurnar tókum heldur betur á því....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mitt hús lekur ekki enda ekki byggt af sama fyrirtæki og þitt. Hér má sulla og sulla. Þið eruð velkomin í bað, að þvo þvott, fá ykkur að drekka og skúra gólfin

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband