Leita í fréttum mbl.is

Afslappandi og góð helgi

Mér finnst þessi helgi búin að vera yndislega löng..., ekki af því að mér hafi leiðst heldur af því að ég er búin að gera svo margt.

Á föstudaginn fór ég á vígslu gervigrasvallarins í Fellum, frábært að þessi gamli draumur sé orðinn að veruleika - svona líka flottum veruleika..., um kvöldið var mér boðið í mat og dreif mig svo með húsráðanda út á lífið - kíktum á Pepes, það var fínt - hitti tvo unga menn sem skemmtu mér ágætlega hvor upp á sinn máta...

Á laugardaginn var síðan málþing um skipulagsmál í dreifbýli á Hallormsstað - mjög fróðlegt og skemmtilegt málþing, sem vakti mann enn frekar til umhugsunar og vonar um bjarta framtíð dreifbýlisins - matvælaframleiðsla, akuryrkja, skógrækt, frístundabyggð, ferðamennska - allt á þetta að geta þrifist hlið við hlið og stutt hvað við annað ef aðilar vinna markvisst saman.   Þegar ég kom heim fórum við Berglind Rós í búð, elduðum og spjölluðum, þá fór ég og náði í Rannveigu vinkonu mína og við fórum á frábæra leiksýningu í Sláturhúsinu.  Hafnarfjarðarleikhúsið kom með sýninguna Svartur fugl - tvíleikur Pálma Gestssonar og Sólveigar Guðmundsdóttar var frábær, efni verksins var erfitt, kynferðisleg misnotkun, höfnun, ást og söknuður - afar tilkomumikið, við Rannveig sátum á fremsta bekk og leið eins og verið væri að leika fyrir okkur einar..., var komin heim um tíuleytið og þá fengu náttbuxurnar og sófinn sinn tíma.

Svaf svo lengi í morgun, naut sunnudagsmoggans og nýju kaffikönnunnar, vakti síðan litlu skvísuna mína sem átti að mæta á tvöfalda körfuboltaæfingu kl 13. Notaði tímann meðan hún var á æfingu og gekk hring í skóginum - yndisleg orkuhleðsla - góð hreyfing, hreint loft og fallegt umhverfi.  Lauk svo við að taka niður jólin og ganga frá þeim milli þess sem ég hjálpaði til við heimanám og reyndi að hvetja til dáða á þeim vettvangi.  Englabossinn minn, hann Guðmundur Þorsteinn, var svo sóttur á flugvöllinn um fimmleytið - hann er búinn að vera í burtu í 10 daga - notalegt að fá hann heim, hann hefur svo notalega nærveru að það er afar gott að hafa hann heima.  Svo var farið í matarstúss og kvöldið verður nýtt til að skoða dagskrárliði bæjarráðsfundsins á miðvikudagskvöldið og horfa á sjónvarpið. 

Ný vinnuvika er svo framundan - frábært að vera í svo skemmtilegri vinnu að maður hlakkar til að takast á við verkefni nýrrar viku....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á ég að trúa að þú hafir ekki farið á flokksstjórnarfundinn?

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Hvað er þetta eiginlega komið langt með "klónunina"? - átti bágt en valdi Hallormsstað fremur en flokksstjórn - vitandi af Gullu Seyðfirðingi sem okkar málsvara var ég nokkuð góð...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 14.1.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband