Leita í fréttum mbl.is

Laun kvenna

Heyrði með örlitlu broti af öðru eyranu að það var verið að tala um hvað væri hægt að gera til að minnka launamun kynjanna í útvarpinu í dag.  Ekki í fyrsta skipti sem þessi umræða fer fram og örugglega ekki það síðasta, því miður.

Kjarasamningar mismuna ekki fólki vegna kynferðis - þeir sem búa við þau kjör að fá greitt samkvæmt kjarasamningi eingngu fyrir tiltekið starf - fá sömu laun miðað við sömu forsendur...

Það er þegar kemur að yfirborgunum, bitlingum, yfirvinnu, stöðuhækkunum og fleiru í þessum dúr sem kyn fer að skipta máli í launagreiðslum..., sumt er kannski konum að kenna - eða aðstæðum - en annað er fyrst og fremst vegna eðlismunar á því hvernig störf eru metin - það að hugsa um fólk og mýkri mál virðist ekki vera eins dýrmætt og það að hugsa um harðari mál - tæki og tól, peninga, hlutabréf og fleira í þeim dúr.  Fleiri konur hafa áhuga á mýkri málunum en þeim harðari og það bitnar á launareikningnum þeirra, samt eru menntun og vinnutími sambærilegar breytur...

Svo verðum við stelpurnar að vera harðari í að setja feita verðmiða á vinnuna okkar, vera duglegar að segja já þegar við erum beðnar um að taka sæti í nefnd, stjórn eða boðin stöðuhækkun og ekki síst sækjast eftir ábyrgðarstörfum og krefjast sanngjarnar greiðslu fyrir vinnuframlag okkar.

Já áfram stelpur - við getum allt sem við ætlum okkur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Eins og talað útúr mínu hjarta!

Guðrún Helgadóttir, 9.1.2008 kl. 11:08

2 identicon

Það komst til tals á síðasta Soroptimistafundi að hér fyrir austan er hlutfall kvenna í ábyrgðar- og stjórnunarstöðum sennileg nokkuð hátt á landsvísu og er það vel.

En þetta með launin er afleitt. Ég held að við verðum að vera óragar að setja fram kröfur á vinnustöðum, ekki bara  hanga á kjarasamningunum. Það er þekkt staðreynd að konur þora ekki að verðleggja sig eins hátt og karlar eru tilbúnir að gera. Það held ég að stafi af þessari krónísku samviskusemi okkar.

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 08:14

3 identicon

Sæl og gleðilegt ár

Þetta er nú alhæfing með að karlar séu yfirleitt tilbúnir að verðleggja sig hátt. Ég hef t.d. oft gefið mína vinnu og þekki fleiri í mínum bransa sem vinna svolítið sér til "ánægju". Svo eru líka okkar stéttir í spennytreyju t.d samflots sveitarfélaga. Sveitarfélög setja sama merkimiða á alla sama hvort það er kona eða karl góður starfskraftur eð vondur a.m.k. þegar kemur að kennarastörfum og öðrum störfum hjá því ágæta batteríi. Breyttu því Nína. Þið mannið ekki sumar skólastofnanir ykkar fyrir austan með almennilegu fólki, konum eða körlum með svoleiðiðs stefnu. Þá fer nú skólastefnan þín fyrir lítið. Kær kveðja, Jón G

Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 23:33

4 identicon

Heyrðu mig nú Jón Guðmundsson fyrrum barnakennari. Þú veist vel að það er fjöldi kvenna sem vinnur sér til ánægju, fjöldi kvenna sem vinnur sjálfboðastörf og fjöldi kvenna sem vinnur launalaust að góðgerðarmálum.

Þessi fullyrðing á jafnt við um karla og konur.

Hlakka til að sjá þig á þorrablóti Vallamanna. Lifi söngstjórinn.

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 11:42

5 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Tek undir tvennt með Rannveigu - hlakka til að fá Jón austur á þorrablót - og konur vinna örugglega ekki minni sjálfboðavinnu en karlar....

Þetta með afnám jafnlaunastefnunnar er ekki svona einfalt mál Jón, því miður.  Þú veist að ég er algerlega sammála þér í því að góðir starfsmenn eiga að vera vel launaðir. En ég held að þá þurfi að byrja á því að gera hlut sem við erum ekki eins sammála um og það er að breyta vinnutímaskilgreiningu kennara - hún stendur alls staðar í vegi fyrir jákvæðum og uppbyggilegum umræðum um kjarabætur til handa kennurum.  Kjarasamningar kennara eru svo flóknir að það skilur þá enginn og oft er hægt að túlka ákvæði á marga vegu - það að hækka laun kennara verulega myndi ég álíta að rynni í gegn ef vinnutíminn yrði skilgreindur gegnsætt og samærilega við aðrar stéttir...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 14.1.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband