Leita í fréttum mbl.is

Ein í kotinu

Börnin mín eru öll hjá pabba sínum núna og ég er ein í kotinu - það er ótrúlega skrýtið, en - það er ágætt... mér finnst ég greinilega ekkert mjög leiðinleg, mér leiðist ekkert í eigin félagsskap...

Ég er samt ekki viss um að ég kærði mig um að búa alltaf ein - litla skvísan mín er sem betur fer bara tólf svo ég hef enn nokkur ár til að finna mér nýjan sambýling....

Við erum komin á fullt í að móta menntastefnu fyrir Fljótsdalshérað - ég er nánast leiðinleg mér finnst þetta svo spennandi verkefni - það er svo margt sniðugt hægt að gera til að örva nám krakka eftir nýjum leiðum....

En nú ætla ég að halda áfram að vera með sjálfri mér..., sjónvarpinu, blöðunum og tölvunni....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Og kærar þakkir fyrir sendinguna sem var alveg frábær.........mér finnst það allavegna svo nauðsynlegt um jól þetta tvennt ;)

Vona að þið hafið það öll gott og endilega kíkja við í kaffi þegar þið eigið leið um.

kveðja Tobba

Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 14:59

2 identicon

Jafnvel mestu félagsverur þurfa stundum að eiga góða daga einar með sjálfum sér

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 22:20

3 identicon

Nýárskveðjur frá Akureyri.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband