Leita í fréttum mbl.is

Skemmtilegir dagar

Átti afar skemmtilegan og viðburðarríkan dag í gær.  Byrjaði með frábærum spinningtíma hjá Þórveigu stórsnillingi og Rannveig vinkona mætti svo ég gat slúðrað aðeins við hana milli spretta. Síðan kenndi ég nokkra tíma og reyndi að leiða nemendur um skemmtilegar brautir algebrunnar, finnst alltaf jafn gaman að leysa flóknar jöfnur og fá út það skemmtilega svar x = 1, unaður Smile.

Þá var komið að undirbúningi bæjarráðsfundar og síðan var skemmtilegur bæjarráðsfundur kl 16, það voru mörg mál á dagskrá en vitandi af fundi um HSA kl 20 tókst mér með hjálp strákanna í ráðinu að slíta fundi kl 20:08, er ánægðust með að okkur tókst að ljúka við stefnu og framtíðarsýn sveitarfélagsins og afgreiða plaggið til bæjarstjórnar til staðfestingar. Óðinn Gunnar þróunarstjórinn okkar hefur leitt okkur í gegnum þessa vinnu og við vorum öll afar ánægð með niðurstöðuna. Metnaðarfullt og faglegt plagg liggur fyrir og mun vonandi vísa okkur leiðina til góðra verka.

Við mættum svo galvösk á borgarfund um málefni Heibrigðisstofnunar Austurlands rétt fyrir hálfníu og þar fóru fram fínar umræður, eftir fundinn finnst mér ég sitja eftir með það að við eigum að hugsa í víðara samhengi en bara Fljótsdalshérað til að auka á fjölbreytni og fagleika heibrigðisþjónustunnar en að við þurfum samhliða að berjast fyrir ákveðnum atriðum eins og bættri aðstöðu hér hjá okkur.

Í dag er svo vinna til hádegis og þar á meðal eitt miðannarpróf sem ég á eftir að semja, kl 11:30 er fundur með þingmönnum kjördæmisins og í kvöld er borgarafundur á Hallormsstað. Vonandi náum við að spjalla við samgönguráðherra einhvern tíma þarna á milli og svo er á dagskrá dagsins að spjalla svolítið við börnin mín yndisleg....

Megið þið eiga góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Drífa Snæland

ÞAð er ekki að spyrja að því, alltaf nóg að gera hjá þér!

Veit ekki hvort ég kem nokkurntímann með að skilja unaðinn á bak við það að leysa algebrudæmi...

...en ég skil gleðina yfir að hafa lokið við plaggið fína

Guðný Drífa Snæland, 25.10.2007 kl. 09:56

2 identicon

 ég mætti nú líka til að reyna að hreyfa mig smá - en málbeinið má heldur ekki alveg detta úr þjálfun. Sjáumst í ræktinni í fyrramálið - ég ætla reyndar í þreksalinn.

Rannveig (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband