Leita í fréttum mbl.is

Annir á Egilsstöðum

Nú sit ég yfir hópi ungmenna sem er að svara könnun vegna rannsóknar meðal framhaldsskólanemenda á Íslandi, þau eru búin að sitja í 50 mínútur og eitthvað er eftir enn..., er spennt að sjá hvert niðurstöðurnar leiða okkur og vona að ungmennin verði höfð með í ráðum þegar leiðir til úrbóta í þeirra málum verða valdar... hef svo takmarkaða trú á vinnubrögðum sem ekki gera ráð fyrir virkri þátttöku notendenda...

Svo er hér ráðstefna um netháskóla, rosalega spennandi, alls konar athyglisvert fólk var mætt hér í ME í morgun til að fjalla um málefni netháskóla sem er afar mikilvægt fyrir okkur landsbyggðarotturnar sem langar til að mennta okkur á ýmsum sviðum en eigum ekki heimangengt vegna fjölskylduaðstæðna... Ætla að reyna að fylgjast eitthvað með umræðunni í dag...

Á Hótel Héraði er síðan ráðstefna um norrænt samstarf og sem gamall dönskukennari hef ég auðvitað mikinn áhuga á því málefni....

Ætla að vera glöð og ánægð með að ég hafi enn lifandi áhuga á alls kyns málum í stað þess að pirra mig á að ég geti í raun á hvorugri ráðstefnunni verið....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar S Magnússon

þetta er alveg rétt hjá þér með netháskólana, það er einnig mikilvægt að fólk þurfi ekki að fara úr sinni heimabyggð til að mennta sig, því ég hygg að það sé reynslan að það veldur því æði oft að ungt fólk kemur síður til baka.

eigðu góðan dag

Ragnar Snorri

Ragnar S Magnússon, 16.10.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband