14.10.2007 | 09:40
Veikleikar og styrkleikar
Ágæt nafna mín og skólasystir dóttur minnar í HR klukkaði mig. Ég get auðvitað ekki verið sú kerling að ég hlaupist undan merkjum. Það er verst að ég er svo fyrisjáanleg að það vita allir að ég er skíthædd við hrossaflugur, þykist ekki vera hrædd við mýs, á svolítið erfitt með löngun mína til að ganga á háum hælum sökum hæðar, finnst frábært að láta gefa mér góðan mat og svolítið rauðvín með, slappa best af með danskan róman og popp, á erfitt með að hemja mig á morgnana þegar börnin eru í afturábakgírnum, nenni ekkert að hugsa um bílinn minn - en kannski vita bara örfáir að kvenlegar hendur á karlmanni er það minnst sexí sem ég veit....
Svo mörg voru þau orð, ætla að vera sæt og góð og klukka enga áfram, á það inni þegar púkinn bak við vinstra eyrað verður stór og hávær og aumingja engillinn bak við það hægra er alveg sleginn út af laginu..., þetta var lífsspekin henna ömmu Sesselju, einföld og góð, og nýtist enn... Hefur verið borin áfram til næstu kynslóðar og geri ráð fyrir því að svo verði enn um mörg ókomin ár...
Held að ungir kauphéðnar þyrftu að koma sér upp svona litlum eyrnaverum, kannski yrði stundum hugsað á öðrum nótum þá...
Megið þið eiga góðan sunnudag.
Bloggvinir
-
annapala
-
annaragna
-
annriki
-
agustolafur
-
arnith2
-
baldurkr
-
gattin
-
bryndisfridgeirs
-
brandarar
-
dofri
-
drifakristjans
-
gleraugun
-
saxi
-
huld
-
fjolan
-
logbjorg
-
gutti
-
gudnydrifa
-
gurrihar
-
gudrunjj
-
gudrunkatrin
-
gunnaraxel
-
hafsteinnkarlsson
-
hallibjarna
-
heidathord
-
hildajana
-
ingabaldurs
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jonaa
-
joningic
-
kallimatt
-
kolbrunb
-
kopasker
-
daudansalvara
-
lara
-
olinathorv
-
ragnhildur
-
rosa
-
amman
-
sisshildur
-
svalaj
-
svavaralfred
-
svenni
-
tjorvi
-
vefritid
-
thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gæti ekki verið meira sammála þessu með hendurnar
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 14.10.2007 kl. 12:53
hihi segjum þrjár =) Við Sólborg sitjum oft í tímum og tölum saman á MSN um hendurnar á kallkyns kennurum okkar, hvort þær eru turn off eða on =)
Við erum þó ekki sammála með andlitin, en það er annað mál =)
Guðbjörg Anna , 14.10.2007 kl. 13:23
Það væri örugglega hægt að gera einhverja genarannsókn úr þessu á okkur.... verðum að heyra í Kára
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 14.10.2007 kl. 13:26
Heyrðu Nína, blessuð farðu í háhælaða skó ef þig langar, það er ekki eins og þú sért tröll að vexti þó þú sért 12 cm hærri en ég. Þú verður flott á hælum.
Svo skal ég fara að taka mig á í matargerðinni, ég sakna þess að halda matarboð, hef bara ekki alveg komist í gírinn eftri flutningana, enda er ég enn að finna eldhúsdótið í kössunum. En þetta með rauðvínið, þú sérð um það sjálf, en ég á glösin
Rannveig (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.