Leita í fréttum mbl.is

MS - fyrir fólkið í landinu?????

Í fréttum í gærkvöldi var sagt frá því að MS hygðist loka vinnslustöð sinni hér á Egilsstöðum. Ástæðan er hagræðing!!!! Það er sennilega hagræðingin sem felst í því að flytja mjólkina frá stórbúunum hér í nágrenni Egilsstaða til Akureyrar...., eða felst hagræðingin í því að safna 5000 köllunum í fá veski í nágrenni höfuðborgarinnar... Hvenær ætli fyrirtæki þessa lands og reyndar opinberar stofnanir líka skilji það í alvöru að Ísland er dreifbýlt land??? og það er ekki hagkvæmt í 5000 köllum, en það er hagkvæmt þegar litið er til nýtingar auðlinda lands og hafs. Græðgi og vankunnátta skemmir fyrir eðlilegri þróun í góðu samspili allra landsvæða og allra íbúa þessa lands. Það er ekkert skrýtið þó stundum sé talað um landsbyggðarvarginn, við þurfum stöðugt að verja okkur og hafa hátt til að hlustað sé á okkur.

Það var áhrifaríkt á bæjarstjórnarfundi áðan þegar starfsmenn MS á Egilsstöðum og mjólkurbændur gengu í salinn og hlustuðu á ályktun bæjarstjórnar um fyirhugaða lokun og umræðu um hana.

Á morgun mun bæjarstjórnin funda með stjórn MS, afhenda ályktunina og hvetja ákveðið til þess að starfsseminni verðið haldið áfram í Mjólkurstöðinni á Egilsstöðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ takk fyrir síðast.. Við þurfum að hittast aftur í svona morgunmats án fata gleði.

Dandý (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband