Leita í fréttum mbl.is

Skin og skúrir

Bauð börnunum mínum tveimur sem enn búa í móðurhúsum út að borða í gærkvöldi í tilefni aldarfjórðungsins á Héraðinu. Við fórum á nýjan stað á Egilsstöðum "Pepes" og allt var vel heppnað, staðurinn er vel útlítandi, þjónustan var fín og maturinn góður. Það var bara einn galli - við vorum megnið af tímanum einu viðskiptavinirnir!  Allt í lagi okkar vegna við höfðum það fínt  - en svona staður þrífst varla þó ein og ein fjölskylda haldi upp á eitthvað einu sinni á ári eða svo..., það vantar "útaðborða" menninguna á Egilsstöðum svo svona staðir þrífast tæplega - koma svo Héraðsmenn allir út að borða svona einu sinni í mánuði....

Við mæðgur erum hálf - sorgmæddar í dag, fína trek hjólið hennar Berglindar Rósar er horfið..., ég trúi því varla að einhver leggist svona lágt að stela hjóli..., hún læsir því alltaf nema þegar það er í hjólageymslunni hér í blokkinni okkar...., höldum samt enn í vonina að hún hafi gleymt því einhvers staðar eða það komi bara aftur, einhver hafi þurft að fá það lánað.... Pabbi minn sagði alltaf þegar eitthvað hvarf eða týndist að búaálfarnir hefðu þurft á viðkomandi hlut að halda, hann kæmi aftur í leitirnar..., búálfarnir hafa sennilega bara stækkað og þurft að bregða sér bæjarleið - á hjóli...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla rétt að vona að þessi deli og dóni  sem hefur stolið hjólinu hennar Berglindar Rósar sjái sóma sinn í að skila því til baka í sama ástandi og það var þegar hann tók það.

Rannveig (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 15:45

2 Smámynd: Guðbjörg Anna

Þessi deli og dóni er ekki til.. Berglind Rós gleymdi bara hvað hún skildi síðast við hjólið  

með allt á hreinu þessi elska =)

Guðbjörg Anna , 10.9.2007 kl. 20:42

3 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Já elskan hún Berglind Rós er búálfur sem gleymdi hvar hún setti hjólið rétt sem snöggvast - í tvo daga... en hjólið er fundið svo helgin var bara skin....

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 10.9.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband