Leita í fréttum mbl.is

Hlýt að vera orðin Héraðskona

Í dag eru 25 ár síðan ég flutti, ung kennslukona, hingað austur. Ég man ýmislegt frá þessum degi..., flugferðin var löng, það var svo mikill mótvindur að ferðin tók tæpa tvo tíma og mér fannst fokkerinn hávaðasamur..., svo man ég eftir hitanum þegar við Bogga vinkona mín komum út úr vélinni hér á Egilsstöðum, ég man eftir veginum inn í Hallormsstað...., ekki mikið um svona vegi á Suðurlandi..., gleðinni yfir hversu fallegt var á Hallormsstað og hvað skólinn minn var fallegur, stoltið svall í brjóstinu.... Þetta eru búin að vera 25 frábær ár, það hefur ekki allt gengið smurt en ég hefði ekki viljað missa af þessum fínu árum.  Ég er sérstaklega ánægð með að hafa tekið ákvörðun um að flytja út á land, held ég hefði verið miklu fátækari ef ég hefði bara búið á höfuðborgarsvæðinu alla mína hunds- og kattatíð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já. það er eitthvað álíka langt síðan ég flutti minn Hafnfirðing hreppaflutningum. Skyldi Óli forseti ekki hafa mann í huga næst þegar hann fer að "krossa"?

Guðfinna Kristjáns (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 13:43

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, hugsa sér, það eru 25 ár síðan austurfararnir námu land. Aðeins sterkurstu sprotarnir hafa skotið rótum og eflst og dafnað.

He,he.

Jón Halldór Guðmundsson, 10.9.2007 kl. 09:30

3 identicon

Það var líka mikil heppni fyrir okkur Héraðsmenn að fá þig austur. Og Gleðikvennafélag Vallahrepps, það hefði nú verið skarð fyrir skildi ef þú hefðir ekki verið ein af stofnfélögum þess fróma félagsskapar.

Rannveig (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband