Leita í fréttum mbl.is

Og sólin skín...

Bloggskrif eru einhvern veginn ekki sumariðja.  Er þó í morgun búin að skoða margar frábærar bloggsíður. Það eru ótrúlega margar skemmtilegar konur með skemmtilegar bloggsíður, lestur þeirra léttir lundina, bætir sálina og sannfærir mann enn frekar um hvað hugmyndir kvenna eru frábærar...

Þetta sumarfrí er búið að vera yndislegt, ég hef gaman af því að vera mamma og húsmóðir, sem ég hef ekki mikinn tíma til aðrar árstíðir, nýt þess bara að geta dundað mér við húsverkin í rólegheitunum, þreif klósettið með bros á vör í gær...., sennilega er ég með einhvern snert af sólsting...

Nú þarf ég að fara að finna uppskriftir af silung, börnin mín eru með veiðidellu í augnablikinu, það voru 6 í netinu í fyrrakvöld og 14 í gærkvöldi.  Í gærkvöldi grilluðum við heilan silung með miklum hvítlauk og soya, hann var frábær.  Kannski ég geri aðra tilraun í flökuninni, síðast þegar ég reyndi flæktust beinin ótrúlega fyrir mér, flökun virkar svo einföld þegar maður horfir á aðra vinna verkið en einhvern veginn getur verkið flækst fyrir manni...

Er að lesa bók eftir einn af mínum uppáhaldshöfundum, Fríðu Sigurðar, Í húsi Júlíu, hún þvælist fyrir mér eins og silungabeinin, held ég verði að byrja aftur til að ná þræðinum, eða kannski er bara einginn þráður í húsi Júlíu..., hafið það gott um helgina kæru blogglesendur Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Sigurðardóttir

Sæl Jónína!

Mátti til að skipta mér af þessu með silunginn!  Mitt uppáhald er að grilla flök(alveg eins í ofni) pennsla þau með sítrónuolíu og krydda með salti og sítrónupipar, namm :)

Kristbjörg Sigurðardóttir, 21.7.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband