5.7.2007 | 13:09
Morgunstund gefur ....
Það er nú alltaf best að drífa sig á fætur á morgnana og byrja daginn. Það er yndislegt að vera í sumarfríi og því ekki rígbundin af mínútum og sekúndum en það er samt gott að byrja daginn. Mér hentar greinilega best að drífa mig á fætur, hreyfa mig og takast svo á við verkefni dagsins. Í morgun fór ég með Rannveigu vinkonu minni í ræktina og svo fór ég á skemmtilegan spjallfund upp á bæ þar sem við vorum að undirbúa einn þátt stefnumörkunar í sveitarfélaginu.
Í fyrradag fór ég í afar skemmtilega ferð um gamla Norður-Hérað, við erum að vinna að nýju Aðalskipulagi fyrir Fljótsdalshérað og þessi ferð var liður í þeirri vinnu. Það var farið yfir mikið svæði allt frá Húsey við Héraðsflóann upp í Möðrudal á Efra-Fjalli, sveitarfélagið okkar er víðfeðmt en bæði frábærlega fallegt og ríkt af náttúruperlum og fólki sem er tilbúið að nýta þær á skynsamlegan og fjölbreytilegan hátt. Það eru þó mörg ónýtt tækifæri enn, við getum t.d. örugglega notfært okkur söguna mun betur í ferðaþjónustunni...
Fjórðungsmót 2007 gekk eins og í sögu, það hefði verið fínt að fá fleira fólk en góðmennt var á Stekkhólma þessa daga. Börnunum mínum gekk vel, Berglind Rós lenti í 2. - 3. sæti í barnaflokki og Guðmundur Þorsteinn í 5. - 6. sæti í ungmennaflokki. Torfi tengdasonur lenti í 3. sæti í ungmennaflokknum og Guðmundur Davíð bróðir hans sigraði í barnaflokknum. Börnin mín voru líka með í því að sýna hross úr ræktun afa síns og pabba, en afi þeirra og amma Jón Bergsson og Elsa Þorsteinsdóttir á Ketilsstöðum voru heiðruð á mótinu fyrir framlag sitt til hrossaræktar á Austurlandi. Það hefir örugglega verið hátíðlegt að vera með í þeirri athöfn.
En nú liggur fyrir svona dæmigert sumarleyfisverkefni - tiltekt í geymslunni. Ætli ég standi við áform mín um að henda öllu því sem ég hef ekki hreyft frá því ég flutti hingað í Kelduskógana fyrir tveimur árum síðan? Ég veit nú þegar að mér reynist erfitt að losa mig við bækurnar sem ég neyddist til að pakka niður.....
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nóg að gera hjá minni!
Ætla bara fyrirfram að óska þér til hamingju með morgundaginn. Ef mér skjátlast ekki er þitt afmæli á morgun....Hönnu Petru í gær. Ekki rétt? Óska ykkur sem sagt báðum til hamingju kæru systur.
Ég er nefnilega á leið í útilegu og fer ekkert í tölvu á morgun....jibbí jei.
Sigþrúður Harðardóttir, 5.7.2007 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.