Leita í fréttum mbl.is

Jarðgöng og sjúkrahús

Í dag skrapp ég á Norðfjörð til að sækja tengdamömmu mína fyrrverandi, hún er búin að vera á Fjóðrungssjukrahúsinu á Neskaupsstað á þriðju viku. Hún lætur vel af vistinni, segir að á sjúkrahúsinu hafi hún fengið góða hjúkrun og umönun.  Maður getur samt ekki varist því að velta fyrir sér hversu mikilvægt er að stórbæta samgöngur á milli staða í þessum fjórðungi svo þetta fjórðungssjúkrahús standi undir nafni.  Á stað eins og hér á Miðausturlandi eru jarðgöng alger nauðsyn til að hægt sé að samnýta þjónustu og stofnanir á stóru svæði.  Mikið vona ég að hugmyndirnar um heilborun nái að verða að veruleika sem allra fyrst.

En það er frábært að vera í sumarfríi svo maður geti notið þess að vera á fundum....., eða notið þess að hafa tíma til að sinna pólitíkinni almennilega, er búin að vera á tveimur fundum í dag...

Fjóðrðungsmót hestamanna sem haldið er hér á Héraðinu nálgast óðfluga, það verður brjálað að gera hjá fjölskyldunni þessa helgi, en ég efast ekki um að það verði skemmtilegt líka...

Svo er það líkamsræktin, þar má ekki láta deigan síga, ætla að fara að sofa til að ég geti vaknað fersk klukkan 6 og skellt mér út að hlaupa ef veðrið er gott eða í ræktina ef spáin gengur eftir  og rigning lemur glugga Héraðsmanna á morgun, held reyndar að allir verði glaðir með tímabundna rigningu, það er allt að skrælna hérna...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég vil taka undir þetta með jarðgöng á Mið-Austurlandi.  Þau myndu efla þetta svæði til mikilla muna, og ekki síst möguleika á að koma upp aukinni sérhæfðri þjónustu.

Svo er það með veðurspána.  Undanfarið hefur verið spáð rigningu hér austanlands, en samt skín sól upp á hvern dag.

Ég sé að þeir eru að spá rigningu í Danmörku alla næstu viku. Þar sem ég er að fara þangað mjög bráðlega, vona ég að danskir veðurspekingar séu skeikulir eins og hinir íslensku.

Og enn um spá;  Ætli tillögur Hafró um aflaúthlutun séu ekki ansi vitlausar.  Ég held að Íslandsmið þoli meiri veiði en verið hefur undanfarið.  Ég er viss um að ef hærra hlutfall aflans er sótt meðkyrrum veiðarfærum (netum, Línu, færum) fer það betur með fiskimiðin okkar. Það er allstaðar fullt af fiski, segja sjómenn um allt land.

En nú er ég heldur betur kominn út fyrir efnið og kveð að sinni.

Jón Halldór Guðmundsson, 26.6.2007 kl. 01:14

2 identicon

ég tek nú undir þetta með jarðgöngin, það er alveg nauðsynlegt fyrir okkur hér á Austurlandi að fá nokkur jarðgöng. Sjáðu bara hvað Fáskrúðsfjarðagögnin bæta samgöngurnar. En ég sé ekki tilgang í göngum eins og núverandi Norðfjarðagöngum sem eru alveg efst upp í fjallinu.

Ef sjúkrahúsið á Norðfirði á að nýtast okkur sem fjórðungssjúkrahús er ekki spurning að það verður að bæta samgöngur þangað, maður hefur nokkrum sinnum fengið að súpa seyðið af þessari staðsetningu þegar þurft hefur að koma helsjúkum vandamanni á spítala.

Nú hljótum við Nína mín að geta farið að samhæfa mætinguna okkar í íþróttahúsið.

Rannveig (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband