Leita í fréttum mbl.is

Ný ríkisstjórn tekur við í dag

Það er hátíðisdagur hjá Samfylkingarfólki í dag. Flokkurinn okkar er með í ríkisstjórn sem tekur við stjórn landsins í dag.  Það var frábært að fá að vera á flokksstjórnarfundi í fyrrakvöld og upplifa stemninguna, við erum jú að prófa það í fyrsta sinn að taka ákvörðun um stjórnarsáttmála og ráðherralista.

Ingibjörg stóð sig vel eins og alltaf, málefnasamningurinn kom á óvart, mér fannst við koma ótrúlega mörgum málum á dagskrá, að vísu misskýrt og ákveðið en slíkt er eðli málefnasamninga.

Ég er líka mjög ánægð með ráðherralistann, var búin að ákveða að þessi nöfn hlytu að koma upp úr pottinum, finnst auðvitað leiðinlegt að varaformaðurinn okkar er ekki ráðherra en hann mun örugglega standa sig eins og hetja í flokksstarfinu.  Verð að viðurkenna að ég var ánægðust með að Kristján Möller skyldi verða ráðherra samgangna og sveitarstjórnarmála, ég veit að hann kemur til með að standa sig vel í þeim málaflokki.  Hefði viljað fá menntamálin yfir til okkar, Björgvin hefði verið frábær menntamálaráðherra.

Er glöð bæði í hjarta og sál yfir því að við náum að koma okkar áherslum á dagskrá, áfram ráðherrar...

Stjórnaði bæjarráðsfundi í gær, hann gekk ágætlega, sláturhúsið var á dagskrá, held að þetta hús eigi eftir að verða frábær menningarmiðstöð og þar fá sköpunarkraftur unga fólksins að blómstra...

Börnin mín aka af stað til Reykjavíkur í dag með keppnishrossin sín í kerru, þau ætla að fara í æfingabúðir til pabba síns og stjúpu í nokkra daga. Held að Olil sé frábær reiðkennari, treysti henni jafnvel enn betur en pabbanum til að hjálpa þeim...

Ég ætla svo að aka suður á laugardaginn og vera fyrir sunnan í rúma viku, ætla m.a. í fermingu til Brynju Amble, lít eiginlega á hana sem stjúpdóttur mína, þó hún sé stjúpdóttir fyrrverandi eiginmanns míns, fjölskyldutengsl dagsins í dag geta verið flókin, en um að gera að reyna að gera þau skemmtileg....

Það snjóar úti, ætlaði út að skokka núna í morgunsárið, held ég lesi frekar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband