Leita í fréttum mbl.is

Stjórn mynduð

Jæja nú er allt að gerast, langþráður draumur okkar jafnaðarmanna um að komast í ríkisstjórn til að koma málefnum jafnaðarstefnunnar á dagskrá í þessu þjóðfélagi virðist vera að rætast.

Ég átti mér draum um að ríkisstjórn sem mynduð yrði eftir þessar kosningar yrði vinstri sinnaðri meira í líkingu við R-listann í Reykjavík.  En ég sá það eins og flestir að hugur Steingríms og þeirra vinstri grænna stóð ekki í þá átt, þegar framsóknarblammeringarnar dældust út úr liðugum munni bóndasonarins frá Gunnarsstöðum. Það er því afar ótrúverðugt þegar þessi sama málpípa talar um trúnaðarbrest þegar Geir og hans fólk valdi Ingibjörgu og hennar fólk en ekki Steingrím sem situr eftir með háa ennið sárt.  Ja verður hann ekki að líta í eigin barm maðurinn....

Maður verður sjálfsagt vart starfhæfur í dag vegna spennings og óþreyju....

Hún Berglind Rós mín sigraði enn eitt hestamannamótið í gær, leiðinlegast hvað það eru fáir krakkar að keppa,maður þarf auðvitað að fá svolitla keppni svo manni finnist maður eiga skilið að vinna..., ég var þulur á þessu móti, ætli hestamenn fari ekki að verða leiðir á mér....

Á morgun er svo útskrift úr ME, tæplega 40 stúdentar eru klára og nokkrir af skrifstofubraut eru líka að útskrifast með rauða kolla..., útskriftir eru alltaf skemmtilegar og hátíðlegar.  Næsta vor fæ ég líka að vera útskriftarmamma, það er enn skemmtilegra....

Karen Rós mín hringdi í ömmu sína í gærkvöldi og játaði henni ást sína, "elska þig" er sumsé það nýjasta hjá skottinu...., svo er verið að vinna með koppamálin, það verður spennandi að fá tækifæri til að taka þátt í öllu því sem er að gerast hjá þessari 20 mánaða skruddu í sumar... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Það er auðvitað dálítið sárt hvað fyrirtíðarspennan sem blossaði upp í Steingrími daginn eftir kosningarnar kostaði og gerði hugsanlegt R-lista samstarf ómögulegt. En, það sem skiptir máli er að xS nái fram sem mestu af sínum velferðar- og fjölskyldumálum og ekki ætti að vera svo erfitt að rukka xD um það, sé tekið mið af kosningaáróðri þeirra

Þorsteinn Egilson, 19.5.2007 kl. 08:51

2 Smámynd: Guðbjörg Anna

það var nú reyndar "estaji" hehe.. en engu að síður verið að játa ást sína á ömmunni =)

Við hlökkum líka til að fá þig til að taka þátt í lífi Karenar Rósar í sumar

Guðbjörg Anna , 19.5.2007 kl. 16:58

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Til hamingju með hestakonuna þína....og hitt liðið allt sem er svo frábært.

Mikið erum við  nú ríkar konur.

Spennandi með ríkisstjórnina, þó ég segi eins og þú....ekki alveg draumastjórnarmynstrið. En kannski fær okkar góða stefna framgang, landi og þjóð til heilla.

Sigþrúður Harðardóttir, 19.5.2007 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband