10.5.2007 | 08:14
Á faraldsfæti
Enn held ég áfram að læra af fólkinu í kjördæminu. Í gærmorgun fór ég í heimsókn í Hallormsstaðaskóla og hitti allt yndislega fólkið sem þar starfar, smíðastofan þar er bara gargandi snilld, vil nýta hana fyrir fleiri, sé mína frábæru nemendur í ME geta blómstrað þar með góðri leiðsögn. Eftir Hallormsstaðaheimsóknina sat ég yfir í einu prófi og skellti mér svo í að ná í fleiri rósir á kosningaskrifstofuna, útdeildi nokkrum í húsinu okkar og skellti mér svo í handavinnuna til fullorðna fólksins, spjallaði þar dágóða stund og leið frábærlega með þessu yndislega fólki. Rifjaði aðeins upp kontorsting og harðangur og klaustur, finn fyrir ákveðinni eftirvæntinu gagnvart því að geta sest niður í rólegheitum og unnið handavinnu, er svolítið veik fyrir henni....
Um fimmleytið brunuðum við Þóra svo af stað í Breiðdalinn þar sem við buðum upp á súpu á Hótel Bláfelli, fjöldi fólks mætti á staðinn og mikið var spjallað. Kvótakerfið er búið að fara skelfilega með sjávarútveg Breiðdælinga og í raun ræna þá lífsbjörginni, við verðum að gera eitthvað í þessu máli í samstarfi við heimamenn. Þarna er mikið baráttufólk sem er ekki á því að gefast upp, styðjum það til góðra verka...
Langabúð á Djúpavogi var næsti viðkomustaður, frábært hús og skemmtilegt fólk, dvalarheimili aldraðra var þeim ofarlega í huga en vegna fjárhagsvanda sveitarfélagsins hefur komið til tals að loka því..., hvert á gamla fólkið þá að fara??? Hvar í þessum fjórðungi eru laus rými á hjúkrunar- eða dvalarheimilum??
Um ellefuleytið skelltum við okkur svo heim, ókum yfir Öxi, sem er í raun frábær samgöngubót en vegurinn er ekki alveg í samræmi við ártalið í ár....., náttúran skartaði sínu fegursta og nýjustu tölur úr kjördæminu glöddu okkar jafnaðarmannahjörtu líka..., bjartsýni ríkti í litla bílnum hennar Þóru, fólk er skynsamt og réttsýnt, við munum ná því að fella rangláta ríkisstjórn á laugardaginn.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.