7.5.2007 | 06:51
Prófadagur
Í dag setjast nemendur mínir í stærðfræði við prófborðið og reyna að koma því til skila sem þau hafa lært þessa önnina. Mér finnst ég líka vera að fara í próf, með aðeins öðrum áherslum þar sem það er metið hvernig hefur mér gengið að miðla námsefninu til nemenda minna.
Ég er líka með frábæra utanskólanemendur þar á meðal konu á áttræðisaldri á Vopnafirði, ég dáist að kraftinum í henni, henni finnst stærðfræðin erfið en hún gefst ekki upp, ég vona að henni og öllum hinum nemendum mínum gangi vel á eftir.
Ég er svolítið hugsi yfir því hvað stærðfræðin reynist mörgum erfið, ég veit að það hefur ekkert með greind hinna frábæru ungmenna dagsins í dag að gera. Mér sýnist vandinn helst liggja í því að þau eiga erfitt með að einbeita sér að verkefninu og sökkva sér ofan í það. Hluti af málinu er líka kennsluaðferðirnar, þær eru ekki í takt við lífsmynstur ungs fólks sem flakkar á milli sjónvarpsrása, hendist um í hröðum tölvuleikjum, er á msn um leið og það horfir á sjónvarpið og svarar sms-unum. Við þurfum að aðlaga kennsluna að nýrri kynslóð um leið og við kennum krökkunum líka að sökkva sér ofan í verkefni sem reyna á hugann, til að þau geti upplifað ánægjuna yfir réttri lausn eða vel unnu verkefni. Þannig þarf að nýta það besta úr því gamla og bæta spennandi nýjum aðferðum við.
En ég held að það þurfi að byrja á kennaramenntuninni og það þarf að gera stórátak í endurmenntun kennara líka til að koma nýjum hugmyndum að. Það ætti frekar að verja fé til þess en í skýrsluskrifin miklu sem viðhafast í ráðuneyti Þorgerðar Katrínar þar sem hver skýrslan á fætur annarri er skrifuð jafnvel um sama efnið. Ég er t.d. búin að nota margar vinnustundir í að svara spurningarlistum og skrifa greinargerðir sem birst hafa í skýrslum ÞK en mér finnst hún ætti nú að fara að láta verkin tala, en aumingja konan hefur auðvitað svo mikið að gera núna við að þeytast spariklædd um landið til að skrifa undir kosningavíxla að það er ekki hægt að ætlast til þess að hún sér að vinna ungmennum landsins gagn!!! Í þessu mikilvæga ráðuneyti þarf nauðsynlega að skipta um kerlingu í brúnni, við þurfum einhverja sem hefur styrk til að lesa skýrslurnar, gera aðgerðaráætlanir og byrja svo...., þar þarf að sjálfsögðu jafnaðarhugsun og jafnaðarverk þarna inn eins og alls staðar annars staðar.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.