24.4.2007 | 11:00
Neyslusamfélagið
Í morgun hef ég á nokkrum vígstöðvum rætt við fólk um bílaeign unga fólksins.Klukkan 9 var ég að kenna prósentu- og vaxtareikning þar sem við tókum dæmi um annars vegar rýrnun á bílverði á þremur árum og hins vegar vexti á yfirdráttarlánum sem ung fólk tekur gjarnan til að fjármagna bílakaup. Nemendum mínum var aðeins brugðið við útreikningana en töldu bíl nauðsynlega eign sérhvers ungmennis í nútíma samfélagi, um það ræddum við fram og aftur og komumst auðvitað ekki að niðurstöðu.
Þegar ég kom í kaffi var svipuð umræða í gangi á kaffistofunni, við horfðum yfir yfirfull bílastæðin og veltum fyrir okkur þeim tíma sem nemendur þurfa að vinna til að fjármagna neysluna, sá tími er því miður oft á kostnað námsins.
Þegar maður spyr fólk að því hvers vegna fylgi Sjálfstæðisflokksins sé svona mikið finnst mér ég fá tvö svör: annað er að það sé svo gaman að vera í vinningsliðinu...., hitt tengist einmitt umræðunni hér að ofan: það hafa það allir svo gott núna að það er ekki skynsamlegt að skipta um stjórn....
Hvað er að hafa það gott??? Er það að vera skuldsettur upp fyrir haus strax 19 ára gamall, til að það líti út fyrir að maður hafi það svo gott og geti brosað með vinningsliðinu....
Hvað finnst ykkur - er ekki tímabært að stoppa aðeins við, hugsa málið betur og íhuga alvarlega að kjósa samkvæmt sannfæringu og skipta um vinningslið - gerum okkar lið að vinningsliði með því að flykkja okkur um Samfylkinguna þann 12. maí.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyir hólið Jonni, mér finnst það ekki slæmt....
Og hvaða elska er það sem er að standa sig svona vel??? Þau eru sem betur fer svo mörg svoooo flott og dugleg...
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 24.4.2007 kl. 11:35
Sæl Nína
Eins og ég hef áður sagt þér þá er þetta neysluæði barna hið besta mál. Bílasalar fá vinnu, bankastarfsmenn fá vinnu, bílaverstæðiskarlar fá vinnu, bensínstöðvaafgreiðslufólk fær vinnu, Myllan fær verkefni við að bæta slitlag út um allt land, skoðunarstöðvar fá verkefni og mörg mörg fleir afleidd störf verða til. Þetta framlag barna og unglinga slagar örugglega upp í eitt álver bara á Austurlandi ... svo fær Jonni starf við að selja krökkunum tré og runna upp í kolefniskvóta. Ekkert samdráttartal kæri frambjóðandi.
kv.
Fyrrverandi barnakennari Hallormsstað
Fyrrverandi barnakennari á Hallormsstað (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 12:39
Það þurfa ekki nærri því allir sem eiga bíl á honum að halda. Þetta er samt svo töff og það er ekki hægt að vera nörd er það???
Þetta er oft hugsunin... En eins og ég sagði um daginn þarf Samfylkingin að selja sig sem "ýkt töff" flokk til unga fólksins... það gæti virkað..
Svo er ég sammála Jonna, þú ert ótrúlega góður kennari, þó ég sé kannski smá hlutdræg þá veit ég að ég er ekki ein um að finnast það =)
Gangi þér vel í baráttunni =)
Guðbjörg Anna , 24.4.2007 kl. 13:32
Gallinn við stjórnarflokkana er að þeir stungu höfðinu ofan í sandinn fyrir margt löngu eins og strúturinn og vonast svo til að sauð svartur almúginn geri slíkt hið sama. Það er sko komin tími á að við Samfylkingarfólk fáum að koma skikki á stöðu mála.
Páll Jóhannesson, 24.4.2007 kl. 22:21
Fellum stjórnina - SAMAN!
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 28.4.2007 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.