Leita í fréttum mbl.is

Fallegur dagur

Er búin að fara út að hjóla í morgun, gekk svo aðeins meðfram Fljótinu til að skoða óbyggt land sem stendur til að byggja á. Ósnert náttúra er kannski best en mér sýndist samt þarna komast tvö hús fyrir án þess að skaði verði.

Þegar ég kom heim, þreytt og endurnærð og opnaði vísi.is sá ég að enn ný skoðanakönnun var að birtast þar sem sjálstæðismenn mælast með fylgi sem skilar þeim 29 þingmönnum....

Ég velti fyrir mér hvernig íslenskt samfélag verði árið 2011 ef óbreyttar áherslur verða í stjórnarráðinu frá deginum í dag..., það getur varla verið að námsmenn sem þurfa að borga vexti af yfirdráttarlánum, fólk sem er að kaupa sér húsnæði með háu lánshlutfalli, fólk sem veit hvernig framhaldsskólarnir hafa verið fjársveltir... og svo mætti lengi telja, kjósi óbreytt ástand.

Það er lífsspursmál að fólk með áherslu á jöfnuð kynja, landshluta, aldurhópa og fólks almennt komist til valda..., m.a.s sjálfstæðismenn viðurkenna að þeir hefðu gott af því að vera í stjórnarandstöðu til að skerpa eigin línur, svo nú segi ég koma svo jafnaðarmenn um allt land hvar í flokki sem þið standið, kjósið þá sem þora að viðurkenna að þeir eru jafnaðrmenn...., ekkert karnival núna rétt fyrir kosningar....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Anna

Það er e-n vegin þannig að þó svo að fólk sé óánægt með ástandi eins og það er í dag þá fer penninn alltaf við þetta helvítis Djé..

ótrúlegt en satt samt sem áður

Guðbjörg Anna , 22.4.2007 kl. 22:02

2 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Og meira að segja Árni Johnsen sópar að sér fylgi á Suðurlandi. Manni líður stundum bara eins og vitleysing, Við hvað er maður að slást, Eintómar vindmyllur?

Sveinn Arnarsson, 22.4.2007 kl. 22:17

3 Smámynd: Guðbjörg Anna

það er líka bara þannig að það er fullt af ungu fólki sem eru sjálfstæðismenn af því að það er svo töff að vera sjálfstæðismaður, vegna þess að það er best að vera í liðinu sem vinnur alltaf.....

Samfylkingin þarf að fara að selja sig sem "ýkt töff flokk" þá er spurning hvort að hugur ungs fólks vakni ekki

Guðbjörg Anna , 23.4.2007 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband