Leita í fréttum mbl.is

Vinna unglinga

Ég var stórhrifin af auglýsingu frá Afli, starfsgreinafélagi í Dagskránni sem kom út hér fyrir austan í gær. Þar voru foreldrar minntir á að huga að hversu mikið unglingarnir þeirra (jafnvel 13 - 14 ára!) ynnu með skólanum og að kjarasamningar væru oft brotnir gagnvart þessum krökkum.

Neysluhyggjan er orðin svo rosaleg að börn telja sig þurfa að vinna hálfa vinnu til að eiga fyrir "bráðnauðsynlegum" útbúnaði unglingsins...., ef foreldrar eru þannig staddir fjárhagslega að þeir hafa ekki efni á að greiða þennan kostnað fyrir unglinginn...

Frjálshyggjuöflin sem verið hafa við stjórnvölinn hafa lítið spyrnt fótum við þessari þróun, þeirra fólk vill hafa neysluna sem mesta.

Nú þurfum við félagshyggjuöfl til að leggja meiri áherslu á mannleg gildi í samfélaginu, foreldrar þurfa meiri tíma til að vera með börnum sínum og hjálpa þeim að móta sér lífssýn á sjálfstæðan hátt út frá öðru en veraldlegum gæðum...

Jæja nóg um heimspeki.  Lára Stefánsdóttir varaþingmaður er að koma í Egilsstaði á eftir og við ætlum að heimsækja nokkrar stofnanir, drekka kaffi í Kaupfélaginu, hún tekur örugglega eitthvað af myndum ef ég þekki hana rétt....

Nú er kosningabaráttan hérna fyrir austan að mótast, búið að finna húsnæði fyrir kosningaskrifstofu bæði á Egilsstöðum og á Seyðisfirði, Þóra Guðmundsdóttir verður kosningastjóri og við brosum bara fallega framan í heiminn og hlökkum til baráttunnar...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Anna

Ég hef alltaf sagt að mamma mín sé ein gáfaðasta og skynsamasta kona sem að ég þekki og það er alltaf að sanna sig að ég hef rétt fyrir mér í þeim málum 

Ég styð þig heilshugar í því að koma þessum íhaldssömu, eiginhagsmunaseggjum úr ríkisstjórn svo að við munum lifa í betra samfélagi! Áfram Samfylkingin

Guðbjörg Anna , 15.3.2007 kl. 13:07

2 identicon

Kæri frambjóðandi

Ég gæti þess ætíð að eyða öllum mínum peningum og hvet börnin mín til þess líka. Þetta er ekki neysluhyggja þetta er okkar framlag til að halda hjólum atvinnulífs gangandi. Eg ég hætti til dæmis að kaupa bíla og áldósir og hjól og álpappír kippi ég fótunum undan álverinu Alco á Austurlandi. Ef og börnin þín hætta að kaupa föt í Centrum og ganga barar í sömu fötunum til eilífðar þá kippir þú fótum undan verslunarrekstri á Egilsstöðu. Ef þú dregur saman seglin og hættir að kaupa vídeómyndir og geilsadíska í BT- er ekki víst að BT verði lengi í þínu sveitarfélagi. Vill Samfylkingin virilega draga saman neyslu? Þá verður að reisa annað álver til að skapa vinnu fyrir alla þá sem missa lifibrauð sitt.

Pældu í þessu!

Kv.

Fyrrverandi barnakennari

Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 20:48

3 Smámynd: Guðbjörg Anna

Þetta er alltaf spurning um hinn "gullna meðalveg" Jón. Það þarf ekki að kippa fótunum undan atvinnurekstri, en að draga úr lífsgæðakapphlaupinu er nú allt í góðu, enda er það orðið aðeins of ýkt að mínu mati og tek ég á engann hátt (nánast allavega) þátt í því

Guðbjörg Anna , 15.3.2007 kl. 20:57

4 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Elskurnar mínar - við hættum aldrei að vera neytendur, en held að BT fari ekki á hausinn þó hver fjölskylda versli aðeins minna og fari svo út að ganga og á tónleika í stað þess að horfa á mynd.  Held samt Jón minn að við séum algerlega 100% sammála á þessum vettvangi...Hafðu það sem best þarna í borginni, ég gekk í vinnuna í morgun, Fljótsdalshérað er yndislegt...

Guðbjörg Anna mín, ég ætla að vera kosningastjóri fyrir þig þegar þú ferð í pólitíkina...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 16.3.2007 kl. 08:44

5 Smámynd: Guðbjörg Anna

It's a deal  Ég var einmitt að hugsa um daginn þegar rigndi yfir mig mailum um stúdentapólitík hvort ég ætti að bjóða mig fram og taka þátt í þessu og láta til mín taka... en ég hef eiginlega bara ekki tímann í það, ekki fyrr en þú verður komin á þing og verður meira hér í Reykjavík og getur þá passað fyrir mig

Guðbjörg Anna , 16.3.2007 kl. 08:49

6 Smámynd: Guðbjörg Anna

Og hey.. gaman að sjá að hún Sólborg (bekkjarsystir mín) sé orðin blogg vinur þinn =) Ég var einmitt búin að segja henni frá þessu rammpólitíska bloggi þínu...

Guðbjörg Anna , 16.3.2007 kl. 08:52

7 identicon

Sælar mæðgur

Ég gleymdi að minnast á yfirdráttinn og Visakortið. Við Íslendingar erum svo fáir að við verðum að gera allt til að halda uppi almennilegu samfélagi. Við verðum öll að eyða öllum okkar penginum og og tíma til að sinna bíóferðum, leikhúsferðum, heilsuræktarferðum, kirkjuferðum, utnalandsferðum, verslunarferðum, vinnuferðum, bílferðum, fótboltaferðum, sumarferðum, skemmtiferðum annars hrúgast bara upp atvinnuleysi og hver vill vera atvinnulaus þó þá hafi hann meiri tíma fyrir krakkana sína. Nei, við verðum að halda samfélgainu gangandi.

Held að Konni muni fjalla um þetta á næstunni.

kv.

Fyrrv. barnakennari

Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 09:05

8 Smámynd: Guðbjörg Anna

Sæll Jón það er ekki oft sem ég hef verið ósammála þér, ekki svo ég muni eftir allavega, en þetta með að við "þurfum" að eyða okkar peningum í þetta og hitt finnst mér ekki rétt ... auðvitað þurfum við að halda uppi atvinnu í samfélaginu en ég held að þó svo að allir muni draga aðeins úr þessari svakalegu neyslu verði atvinnuleysið ekkert meira en það er nú þegar...

kv. hin pólitíska Lögbjörg

Guðbjörg Anna , 16.3.2007 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband