Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Virðing fyrir öllum aldurshópum

Eitt af því sem er spennandi við að vera í kosningabaráttu er að maður hittir svo mikið af fólki, alls konar fólki með mismunandi sjónarmið og hugmyndir, en allt stórmerkilegt fólk sem maður getur lært helling af.

Mér heyrist þjónusta við eldri borgara hinna ýmsu samfélaga vera fólki ofarlega í huga.  Niðurskurður í heilbrigðismálum og flókin samskipti ríkis og sveitafélaga virðast flækja þennan málaflokk.

Allir virðast vera sammála um að vinna eigi að því að fólk geti verið heima hjá sér eins lengi og kostur er með viðeigandi heimahjúkrun - hana borgar ríkið....

Sumir eru nokkuð hressir en ekki alveg nógu hressir til að búa heima hjá sér svo gott er fyrir þá að fá inni á dvalarheimilum aldraðra - það borga sveitafélögin...

Enn aðrir eru orðnir það lasnir að þeir þurfa daglega hjúkrun á hjúkrunarheimilum - það borgar ríkið...

Mér finnst flækjustigið í þessum málaflokki vera skelfilegt og þegar niðurskurðarhnífar eru svo reknir hátt á loft líka - er verulega illt í efni fyrir þann hóp sem byggði landið og allt það besta skilið.

Mér finnst það hljóti að vera mikið kappsmál að færa þessi verkefni á eina hendi og það hlýtur að vera eðlilegt að málefni sem þetta teljist nærþjónusta og því á hendi sveitafélaga.  Þá kemur bara að því sem þetta virðist nú allt snúast um - peninga - það hefur alltaf verið erfitt að fá ríkið til að borga rétt með verkefnum sem þeir fela sveitafélögum, það er reynt að sleppa ódýrt - sem getur verið sveitafélögunum afar dýrt.

Það er ljóst að alls staðar þarf að spara, líka í málaflokki eldri borgara - en slíkt þarf að gera í samráði við þá og byrja verður að skera alla fitu af beinum áður en grunnþjónustu er fórnað á litlum stöðum úti á landi og fólk flutt nauðungarflutningum milli byggðalaga, ætli Reykvíkingar væru til í að vera á Ísafirði á hjúkrunarheimili????

Vöndum okkur - aðgát þarf að hafa í niðurskurði á nærþjónustu.


Bjartur Dagur

Mér líst vel á að fá Dag fyrir varaformann - hann hlustar og hann lærir - hann hlustar til dæmis mjög vel á sjónarmið landsbyggðafólks þó hann sé mikill Reykvíkingur - hann hefur hið jákvæða sjónarmið - ein þjóð í einu landi - áfram Dagur!
mbl.is Dagur í varaformanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðmýkt

Þegar ég var að læra að verða sérkennari fyrir mörgum árum fengum við ýmis gullkorn til að moða úr, ákvað að deila einu með ykkur sem ég held að hafi haft afdrifarík áhrif á lífssýn mína: 

Til umhugsunar

"Vilji ég aðstoða einhvern við að ná settu marki, verð ég að nálgast hann  á því stigi sem hann er og hefjast þar handa.

Þeir sem ekki geta það blekkja sjálfan sig, haldi þeir að þeir geti hjálpað öðrum . Til þess að hjálpa verð ég tvímælalaust að vita meira en hvað viðkomandi getur, aðalatriðið er að ég skilji hvað hann skilur. Geti ég það ekki skiptir engu hve vitur ég er. Vilji ég samt sem áður sýna visku mína kem ég upp um hégómleik minn og hroka og læt dást að mér í stað þess að hjálpa.

Raunveruleg hjálpsemi byggist á auðmýkt gagnvart þeim sem ég vil leiðbeina, þess vegna verð ég að skilja að það að hjálpa er ekki að ráðskast með heldur gefa af sjálfum sér.

Geti ég það ekki get ég engum hjálpað."

Sören Kirkegaard, danskur heimspekingur. – (E.Þ. þýddi)

 

Held að þessi speki eigi afar vel við á vettvangi stjórnmálanna í dag.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband