Leita í fréttum mbl.is

Heimilisöryggi

Margir tjá sig núna um skuldir heimilanna, eðlilega, því ljóst er að þær eru að sliga margar fjölskyldur og ógna heimilisöryggi barna og ungmenna.

Við þessum vanda er engin töfralausn til - en það er afar mikilvægt að við stjórnmálamenn hlustum vel og tölum við fólk á jafnréttisgrunni - tölum kjark í fólk og sýnum síðan fram á að eitthvað er að gerast.

Það er beinlínis ljótt að gefa fólki falskar vonir um flatan niðurskurð skulda á þessarri stundu, en það er sjálfsagt að tala um niðurfellingu skulda hjá þeim sem illa standa. Afföll lánasafna á að nota til heilla fyrir íslensk heimili - miklu fremur en til að bjarga skúrkum.

Mér finnst að það þurfi að búa til alveg nýtt húsnæðislánakerfi um leið og sú leið að leigja sér öruggt húsnæði er kynnt vel og henni unnið fylgi.  Þannig ættu allir sem standast eðlilegt greiðslumat að geta einu sinni fengið lán til að búa sér og sínum öruggt heimili, án verðtryggingar og með algerum lágmarksvöxtum.  Þetta kerfi ætti að vera opið þeim sem þegar hafa tekið lán til að fá ákveðna leiðréttingu, einu sinni. Mér finnst að við ættum að horfa þannig til framtíðar og láta skoða svona kerfi fremur en að lappa upp á handónýtt kerfi sem við höfum sætt okkur við allt of lengi.

Ég held að þau úrræði sem eru til staðar - greiðsluaðlögun, frysting og lenging séu í raun mjög góð - en þau eru alltof flókin og krefjast of mikils af kvíðnum skuldurum.

Mér sýnist lánadrottnarnir líka vera að vakna og sjá að ekki er óeðlilegt að þeir taki á sig hluta af þeim byrðum sem hrunið batt einhliða á skuldara við hrunið - það er þeirra hagur að þeir sem skulda geti borgað áfram fremur en að vanskil og yfirtaka eigna verði veruleikinn.

Tölum kjark í hvert annað um leið og við veitum stjórnvöldum og lánastofnunum gott aðhald.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sæl.

Ég tek heils hugar undir að meir þurfi til að koma til að leysa vandamál stórs hóps.

Afskrift 20% er einungis tímabundin lausn meðan ekki er ráðist að rótum vandans. 

Greiðaluaðlögun virðist mér of þung í vöfum og ég held að nýtt hísnáðislánakerfi og leiguíbúðakerfi vera nauðsyn. Þarf að hefja undirbúning sem fyrst.

Jón Halldór Guðmundsson, 6.9.2009 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband