Leita í fréttum mbl.is

Virðing fyrir öllum aldurshópum

Eitt af því sem er spennandi við að vera í kosningabaráttu er að maður hittir svo mikið af fólki, alls konar fólki með mismunandi sjónarmið og hugmyndir, en allt stórmerkilegt fólk sem maður getur lært helling af.

Mér heyrist þjónusta við eldri borgara hinna ýmsu samfélaga vera fólki ofarlega í huga.  Niðurskurður í heilbrigðismálum og flókin samskipti ríkis og sveitafélaga virðast flækja þennan málaflokk.

Allir virðast vera sammála um að vinna eigi að því að fólk geti verið heima hjá sér eins lengi og kostur er með viðeigandi heimahjúkrun - hana borgar ríkið....

Sumir eru nokkuð hressir en ekki alveg nógu hressir til að búa heima hjá sér svo gott er fyrir þá að fá inni á dvalarheimilum aldraðra - það borga sveitafélögin...

Enn aðrir eru orðnir það lasnir að þeir þurfa daglega hjúkrun á hjúkrunarheimilum - það borgar ríkið...

Mér finnst flækjustigið í þessum málaflokki vera skelfilegt og þegar niðurskurðarhnífar eru svo reknir hátt á loft líka - er verulega illt í efni fyrir þann hóp sem byggði landið og allt það besta skilið.

Mér finnst það hljóti að vera mikið kappsmál að færa þessi verkefni á eina hendi og það hlýtur að vera eðlilegt að málefni sem þetta teljist nærþjónusta og því á hendi sveitafélaga.  Þá kemur bara að því sem þetta virðist nú allt snúast um - peninga - það hefur alltaf verið erfitt að fá ríkið til að borga rétt með verkefnum sem þeir fela sveitafélögum, það er reynt að sleppa ódýrt - sem getur verið sveitafélögunum afar dýrt.

Það er ljóst að alls staðar þarf að spara, líka í málaflokki eldri borgara - en slíkt þarf að gera í samráði við þá og byrja verður að skera alla fitu af beinum áður en grunnþjónustu er fórnað á litlum stöðum úti á landi og fólk flutt nauðungarflutningum milli byggðalaga, ætli Reykvíkingar væru til í að vera á Ísafirði á hjúkrunarheimili????

Vöndum okkur - aðgát þarf að hafa í niðurskurði á nærþjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband