Leita í fréttum mbl.is

Sjaldan er ein báran stök - en bjartsýnin verður að ráða för

Ekki góðar fréttir að loðnan sé að bregðast okkur, gott að við eigum frábæra fagaðila á sviði haf- og fiskrannsókna sem leita allra leiða til að auður hafsins nýtist okkur sem best.  Við megum ekki við hverju áfallinu á fætur öðru - efnahagsástandið er alveg nægilegt verkefni fyrir okkur.

Maður heyrir aðeins nýjan bjartsýnistón hjá ráðamönnum, þeir virðast trúa því að hægt verði að lækka vexti fljótlega og verðbólgan muni í kjölfarið hjaðna verulega - ég ætla að trúa því og brosa Smile - þó með báða fæturna á jörðinni.

Það skiptir miklu máli þegar vandamál koma upp að tala kjark í fólk ekki síst til að virkja þann skapandi kraft sem oft sprettur fram á erfiðum tímum.  Ef svartsýnin nær heljartökum á umræðu og mannauð er svo erfitt að rífa sig upp í að framkvæma góðar hugmyndir sem geta komið hjólum af stað aftur.

Þess vegna þarf maður að vera raunsær, með kaldan koll, hlýtt hjarta og bros á vör.

3. mars verður örugglega góður dagur - það er allavega yndislegt veður á Héraði.


mbl.is Vonin um loðnu að dvína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var einmitt að hafa á orði áhyggjur mínar varðandi loðnuna í morgun. Það er viðbúið að einhver fyrirtæki hafi horft til veiðanna til að koma sér yfir rekstrarhjalla.

Þetta eru mjög vondar fréttir á annars góðum degi.

Tjörvi (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 10:18

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 3.3.2009 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband