Leita í fréttum mbl.is

Hrein og bein

Fór í heimsókn í Landnemaskólann á Egilsstöðum í gær ásamt fultrúum hinna stjórnmálaflokkanna.  Í landnemaskólanum eru 9 nemar, 6 voru mættir og hlustuðu og töluðu þessa fínu íslensku. Við sögðum frá flokkunum okkar og þeirra stefnu.  Það var hollt að þurfa að segja frá stefnu sinni á einföldu máli. Mér fannst þetta frábær stund - ég hafði mjög gott af því að hlusta á áhersluatriði hinna flokkanna.  Áherslu Sjálfstæðisflokksins á sjálfstæði þjóðarinnar og öflug atvinnufyrtæki, Framsóknar á að þeir vildu vera miðjuflokkur sem velur það besta úr frjálshyggjunni annars vegar og félagshyggjunni hins vegar og Vinstri grænna á öflug ríkisafskipti, lítil tengsl við aðrar þjóðir og öfluga umhverfisvernd.  Ég lagði áherslu á jafnaðarstefnuna og hina sósíaldemókratísku hugsun, jafngildi, jafnrétti og samábyrgð.

Nemendur spurðu mjög beinna spurninga og svara varð beint út á einfaldan hátt - þau spurðu fyrst og fremst um Evrópusambandið, atvinnuuppbyggingu og einkavæðingu bankanna og hvernig hefði verið staðið að henni.  Mér fannst ég vera að hefja kosningabaráttuna í gær á uppbyggilegan og skemmtilega hátt með spennandi þátttakendum.

Það er örugglega gaman að vera í Landnemaskólanum og Þekkingarnetið á hrós skilið fyrir framtakið.

Í dag er spennandi fundur á Hótel Héraði með dönskum atvinnuráðgjafa sem hefur með samfélagi sínu á Lálandi náð frábærum árangri í sjálfbærri atvinnuuppbyggingu.  Eftir það ætlum við að koma kosningarskrifstofunni okkar í eitthvað horf og síðan ætla ég að skreppa á Norðfjörð á fund með samgönguráðherra.

Enn einn góður dagur framundan - megið þið eiga góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel gæskan. Notaðu tækifærði og útskýrðu fyrir samgönguráðherra nauðsyn þess að bora í gegnum austfirsku fjöllin. Það var engin smá samgöngubót að fá Fáskrúðsfjarðargögnin og nú þurfum við að fá göng frá Héraði til Seyðisfjarðar og svo áfram í gegnum fjöllin til Eskifjarðar.

Rannveig Árnadóttir (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 08:58

2 identicon

Fyrirgefðu Nína mín, ég var eitthvað að flýta mér og það eru nokkrar ásláttarvillur þarna í textanum.

Rannveig Árnadóttir (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband