Leita í fréttum mbl.is

Það er að vora - líka hjá Fjármálaeftirlitinu

Það virðast engin lát verða á þeim ósóma sem undan viðsnúnum steinum skríður, gott að eftirlitsstofnanir okkar eru að vakna af vetrardoða og verkin fara að tala. 

Kannski er búið að vinna meira en við vitum að ýmsum undirbúningi en það er ótrúlega gott að sjá að komið er að framkvæmdarfasanum.

Mér líður vel eftir daginn í dag - aðalfundur Vísindagarðsins ehf afstaðinn og stjórnin fól framkvæmdastjóra af fara af stað nú þegar í að fá fólk til að vinna að endurbótum á húsnæði okkar, byrjað verður á kjallaranum og síðan verður ráðist í framkvæmdir á aðalhæð - það er svo gaman þegar hlutirnir fara að gerast.

Síðan fór ég á reiðhallarfund - þar er líka "aksjón" í gangi - fokheld reiðhöll veruleiki í vor.

Nú þarf ég að skutla gelgjunni minni svolítið - hún þarf að breytast snöggt úr hestastelpu í körfuboltadömu, ég geng frá merinni meðan hún klæðir sig í íþróttagallann og svo brunum við á æfingu.


mbl.is Fimm lífeyrissjóðir í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband