Leita í fréttum mbl.is

Útsvarsliðið okkar er snillingatríó

Mikið er ég hreykin af útsvarsliðinu okkar, þau eru skemmtileg og snjöll.  Til hamingju krakkar og takk fyrir að vera svona frábær - þið eruð Fljótsdalshéraði til sóma.

Það er mikið um að vera hjá mér í dag. Jólamarkaður í Sláturhúsinu þar sem ég ætla að slá tvær flugur í einu höggi og vera Soroptimisti í fjáröflun og körfuboltastelpumamma í stuðningsliði í fjáröflun. Soroptimistar selja kærleikskúlur og hreindýrakæfu en körfuboltastelpurnar selja leikföng og kannski eitthvað fleira.

Síðan fæ ég að borða með menntaskólakennurunum í kvöld - þó ég sé í orlofi - einhverjir ætla að elda í dag og aðrir koma með eitthvað, held að bæði matur og félagsskapur verði af mestu gæðum.

Fram að sölumennskunni ætla ég að kíkja aðeins í Ketilsstaði til Elsu og reyna að ljúka við eitt verkefni sem ég var að fá til baka með athugasemdum.

Pólitíkin verður ekki í aðalhlutverki um helgina - en eftir helgi þarf að bretta upp ermar og ganga frá gögnum fyrir fyrri umræðu um fjárhagsáætlun sem er nú farin að fá á sig mynd - kannski ekki fulla af broskörlun en raunhæfa mynd miðað við aðstæður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er gaman að fylgjast með þessu vel gefna fólki.

Jón Halldór Guðmundsson, 6.12.2008 kl. 19:14

2 identicon

sælar.. þú ert langbest í spinning.  

Dandý (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband