Leita í fréttum mbl.is

Öðruvísi aðventa

Sit við eldhúsborðið mitt með bolla af góðu kaffi og horfi á jólaskreytt húsin í nágrenninu - jólaljósin eru yndisleg í kolsvörtu skammdeginu. Er ánægð með að hafa drifið mig í frábæran spinningtíma hjá Dandý í morgun, þann næstsíðasta þetta árið.

Það er svolítið skrýtið að vera í skóla aftur eftir margra ára hlé og vera á haus í verkefnavinnu á þessum árstíma - ég verð að viðurkenna að mig langar meira til að vera að skrifa jólakort og baka - en efni verkefnisins er áhugavert og skemmtilegt, svo það þarf bara aðeins að skerpa einbeitinguna til að ljúka verkinu og það verður örugglega frábært að tölta með umslagið á pósthúsið þann 15. des og vera komin í jólafrí. Grin

Í dag er svo fyrri umræða um fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs í bæjarráði - það er búið að leggja óhemju mikla vinnu í að ná henni þannig að allir séu þokkalega sáttir, svona miðað við aðstæður, en óvissuþættirnir eru margir - hvernig má annað vera þegar fjárlög liggja ekki einu sinni fyrir....

Fleiri verkefni bíða fram að jólum í pólitíkinni - mér sýnist næsta vika vera að verða talsvert ásett, en öll þessi verkefni eru spennandi og nógur tími eftir 19. des til að baka og þrífa. 

Það verður yndislegt að fá stóru stelpuna og ömmustelpuna heim rétt fyrir jólin og svo kemur mamma austur á Þorláksmessu - það er svo gott að geta haft þá sem manni þykir vænst um hjá sér á hátíðisdögum.

En nú er best að lesa og skrifa svolítið um það hvers vegna stærðfræðin er að valda krökkum vandræðum... 

 Varð að setja inn eina mynd af jólastelpunni minni.jólastelpa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Falleg litla jólastelpan þín

Velkomin í minn góða bloggvinahóp.

Sigrún Jónsdóttir, 10.12.2008 kl. 10:12

2 Smámynd: Guðbjörg Anna

VÁ hvað þú átt fallegt ömmubarn... ;)

Guðbjörg Anna , 11.12.2008 kl. 14:48

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Þetta eru jól.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 12.12.2008 kl. 12:19

4 identicon

Er alveg sammála Guðbjörgu Önnu um hvað þú átt fallegt ömmubarn. Fór einmitt að hugsa um, þegar ég sá myndina,  hvað hún er lík mömmu sinni - og hverjum var það aftur sem mamma hennar þótti líkjast svo?  En ætlaði annars bara að panta eintak af verkefninu þínu - svona þegar þú ert búin að finna út hvers vegna stærðfræðin er að vefjast fyrir nemendum ...... En njóttu nú aðventunnar! Bið að heilsa öllum.

Hanna Petra (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband