Leita í fréttum mbl.is

Morgunganga í skóginum

Veðrið hér á Héraðinu er of gott til að hefja daginn á líkamsrækt, inni - ég dreif mig í skóginn og gekk einn stóran hring - notaði sviðið í útileikhúsinu til að teygja mig og strekkja...

Útivist og hreyfing er frábært start á deginum - hugsunin kemst á flug og dagsskipanin liggur fyrir.

Höfuðið er yfirfullt af spennandi námsefni sem ég er að lesa og út frá því finn ég að réttlætiskenndin svellur í brjóstinu...

Félagslegur mismunur og félagsleg mismunun er eitt af því sem ég var að lesa um í gær og er að reyna að setja þessi hugtök í samhengi við skóla án aðgreiningar og auðvitað eigin veruleika...

Auðvitað er félagslegur mismunur veruleiki og ekki gildishlaðinn - við erum sprottin upp úr mismunandi aðstæðum og erum alls ekki eins og kærum okkur ekki um það - en mismunun í krafti valds, peninga, kyns, kynþáttar, heilsu eða annars er allt annar handleggur - þar liggja "minnihlutahópar" afar vel við höggi og þar er það sem réttlætiskenndin fer að svella.

Erum við konur "minnihlutahópur"??? Ekki samkvæmt opinberum skilgreiningum - en launamunur kynjanna fer samt enn vaxandi.... 

Eiga ekki allir nemendur að fá að stunda nám við sitt hæfi?? Jú auðvitað er hið opinbera svar - en hver er veruleikinn??? Agavandamál eru að sliga kennara landsins því nemendur eru með verkefni sem þeir ráða ekki við og þeim leiðist svo að þeir verða að finna sér það til dundurs að hegða sér illa...

Skólinn er að nota orðræðu og viðmót sem hentar ekki ákveðnum hópi nemenda og notar þar með vald sitt til að mismuna nemendum...

Svona væri hægt að halda áfram lengi dags - en verkefnin bíða... megið þið eiga góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Menntun er máttur og það er alltaf að verða augljósara í samfélagi dagsins í dag. Almennt er, því meiri menntun því betri er félagslega staða fólks.

Við konur erum oft svolítið fastar í því hlutverki sem okkur var ætlað fyrr á öldum og þrátt fyrir að allir viðurkenni að vinnum jafnmikið og erum jafnmikilvægar og karlar og að við stöndum jafnfætis í öllum almennum skilningi. Samt erum við enn að afsaka okkur að heimilin okkar séu ekki nógu fín, maturinn sé ekki nægilega góður og svo framvegis. Við erum sjálfar okkur verstar.

Ég er þess fullviss að með nýjum menntalögum aukist jafnrétti nemenda sem og einstaklingmiðað nám eins og skólanámskrár kveða á um. Við vitum reyndar báðar að kerfið er ekki það hraðskriðasta sem til er svo enn er kannski töluvert að bíða að lögin virki í reynd.

Annars ætlaði ég bara að óska þér til hamingju með frænku og hlakka til að verða í þinni stöðu.

Fjóla Æ., 27.9.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband