Leita í fréttum mbl.is

Neytendamál

Var á skemmtilegum fundi með viðskiptaráðherra ágætum og fleira góðu fólki í gærkvöldi...

Fundurinn snerist um neytendamál sem ráðherra hefur ásamt sínu fólki gert að áherslumáli í sínu ráðuneyti og er það vel...

Rætt var um að efla þyrfti neytendavitund og þor fólks til að berjast fyrir rétti sínum bæði einstaklingslega og ekki síður að sýna samstöðu og berjast þannig gegn óeðlilegum verðhækkunum, gjöldum og fleiru.

Rut Magnúsdóttir var með stórskemmtilegt erindi um sína sýn á neytendamálin - hún talaði sem stórneytandi með stóra fjölskyldu og setti hlutina í skemmtilegt samhengi. Húsnæðislánin, olíuverðið og markaðssetning gagnvart börnum voru hennar áhersluatriði...

Þessi húsnæðislánamarkaður er ótrúlegur og óskiljanlegur - af hverju þarf núverandi verðbólga að hafa áhrif á lánahöfuðstól fólks eftir 40 ár????

Af hverju er það ekki verðbólga þess tíma sem þá ræður höfuðsstólnum???

Mér finnst sjálfsagt að við borgum leigu fyrir peningana sem við fáum lánaða og að verðbætur séu viðhafðar en mér finnst skrýtið að neytandinn þurfa að taka á sig alla ábyrgðina á verðbólgunni - væri ekki eðlilegt að þar tæki bankinn einhverja ábyrgð líka???

Við ræddum líka um að foreldrar og skólinn þyrftu að taka höndum saman um að gera krakkana okkar meðvitaðri sem neytendur og meðvitaðri um peningamál almennt...

Gott framtak hjá Björgvin að koma til fólksins í landinu með nýjar og ferskar hugmyndir sínar - hann er búinn að standa sig frábærlega og er með skýra stefnu sem hann vinnur ótrauður að.  Hjá hans ráðuneyti er stefnumótun í fullum gangi - það mættu margir ráðherrar taka hann sér til fyrirmyndar, við nefnum engin nöfn en það byrjar á......

Nú ætla ég að koma örverpinu á fætur og gerast svo skólastelpa - það er gaman að vera úti á Þekkingarsetri að læra - margir sitja og læra eða eru að hlusta á fyrirlestra í fjarfundabúnaði - þannig að þó maður sé einn í bekk eru fínir möguleikar á spjalli í frímínútunum...

Njótum dagsins Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ég varð nú aldrei vör við að viðskiptaráðuneytið væri til fyrr en Björgvin tók við stjórninni þar. Hann er hörkuduglegur, eldklár og fínn strákur....enda úr Hreppunum!!

Sigþrúður Harðardóttir, 18.9.2008 kl. 09:51

2 identicon

Og hvert var svarið við þessu með áhrif verðbólgunnar á höfuðstól lána?

Ég er svo fatlaður neytandi að ég veit ekki hvað líter af mjólk kostar.  Mér finnst það alltaf merki um neytendavitund fólks að vita það. En ég er kannski löglega afsökuð, kisurnar mínar drekka ekki mjólk og dæturnar eru vaxnar úr grasi og farnar að heiman.

Eigðu góðan dag gæskan

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 15:58

3 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Er ekki í vafa um að hún Ruth hefur slegið í gegn.  Hún er svo frábær í alla staði !!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 21.9.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband