Leita í fréttum mbl.is

Skólastarf á 21.öld

Elskurnar mínar í stæ 292 eru að taka síðustu könnun vetrarins, þau eru búin að standa sig vel í vetur, sum eru að ná valdi á stærðfræðinni eftir áralanga baráttu - aðrir þurfa enn lengri tíma...

Mér finnst krakkarnir almennt rosalega þreytt og keyra á alsíðustu dropunum núna síðustu dagana.  Ég er hugsi yfir því af hverju þau eru svona þreytt - ég gæti alveg farið í þann gír að segja bara að þau sofi ekki nóg, borði ekki nógu hollan mat, drekki of mikið og tiltekið marga fleiri neikvæða þætti - en ég held að þeir séu bara hluti af skýringunni, er hrædd um að það sé alltaf að verða stærra bil á milli skólans og þess sem fer fram þar og þess lífs sem krakkarnir lifa utan skólans - þessir krakkar lifa í tæknivæddum heimi með sitt msn, myspace og allt hitt - en koma svo í skólann og nánast rita með sauðablóði á skinn..., eru andstæðurnar of miklar fyrir þau....

Það þarf einhverja gagnkvæma aðlögun, hef ekki lausnina - en ætla ekki að gefast upp á að leita að henni...

Fór í spinning í morgun - Dandy var hress að vanda - en hún sveik okkur um dansinn - hann hlýtur að verða æfður á mánudaginn, held að það sé hollt að byrja daginn á léttri sveiflu...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú alin upp við það að skrifa með penna á blað og það vafðist ekki fyrir manni að skrifa heilu ritgerðirnar.

Núna dansa fingurnir á lyklaborðinu og ef ég ætla að skrifa eitt stutt sendibréf upp á gamla móðinn þá verð ég hálf handlama.

 Skil því vel krakka sem þreytast á að handskrifa.

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 15:46

2 Smámynd: Guðbjörg Anna

Ég verð handlama eftir að sitja í prófi í FJÓRA klukkutíma og skrifa stanslaust...

OG ég fékk sigg og kúlur á skrifputtana af öllum glósunum sem ég skirfaði í próflestrinum, þetta er ekkert smá erfitt sko þegara maðru er vanur að pikka á tölvu og síma og önnur nauðsynjatæki

Guðbjörg Anna , 23.4.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband