Leita í fréttum mbl.is

Vor á Héraði

Þegar ég var unglingur, upp úr miðri síðustu öld - var alltaf gott veður þegar ég var að læra fyrir vorpróf, svalirnar á Móabarðinu voru gerðar að lessal og sólin sleikt í bak og fyrir um leið og stórmerkilegur fróðleikur var meltur.

Þegar ég flutti hingað austur á Hérað varð ég yfir mig hrifin af veðráttunni hér - nema í maí.  Mér finnst oft koma vor hér í apríl og síðan aftur vetur í maí og svo kemur sumarið allt í einu, gjarnan á einni nóttu, upp úr 10. júní.

Maí er því eini árstíminn sem ég sakna Hafnarfjarðar og nágrennis og hef því oft fundið mér tilefni til að vera mikið á því landshorni þann mánuðinn. Hef sjaldan verið eins dugleg að snapa mér suðurtilefni eins og í maí 2008. 2. maí ætla ég að halda upp á það með félögum mínum að það eru 15 ár síðan ég útskrifaðist sem sérkennari, 9. maí ætla ég að byrja að fara yfir samræmda prófið í stærðfræði og taka í það svona 10 daga og 30. maí ætla ég svo að halda upp á 30 ára stúdentsafmæli með gömlum félögum úr Flensborg. 

En veðrið á Héraðinu þessa helgina hefur verið dásamlegt ..., það er líka eins og það hafi lifnað yfir bænum og íbúunum - örtröð í bílaþvott er einn vorboðinn, það var meira að segja örtröð hér á bílaþvottaplaninu okkar í Kelduskógunum - en Steini skipulagði og aðstoðaði svo allt gekk eins og í bestu vinasögu.  Í morgun fór ég svo í langan hjólatúr inn Velli og naut náttúrufegurðar og blíðviðris. Kannski næ ég að upplifa tvöfalt vor enn einu sinni - aprílvorið á Héraði og maívorið í borginni..., lífið hefur upp á svo margt að bjóða... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyndin þessi stærðfræðiþraut sem fylgir blogginu.   Mar er bara alltaf með 10

Dandý (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 09:39

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Á sambýlisárum okkar Hönnu Petru var það nú gott betur en maí mánuður sem gerði Hafnarfjörð að yfirburðastað á jarðríki

Sigþrúður Harðardóttir, 21.4.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband