Leita í fréttum mbl.is

Kosningaskrifstofa

Við hér á Héraðinu erum búin að finna okkur flotta kosningaskrifstofu í kjallara Hótel Héraðs, við hittumst þar aðeins í gærkvöldi og spáðum í spilin.  Hún verður opnuð formlega með pomp og pragt fljótlega.  Ef sú dagsetning sem nefnd hefur verið sem kosningdagur stenst, eru rúmar sex vikur til kosninga svo það er ekki til setunnar boðið að hefja baráttuna. 

Það eru mikil ferðalög framundan svo ég vona að vetur konungur fari að hopa fyrir afleggjara af vori svo færð hamli okkur ekki mikið í ferðaáformum.

Ég er að fara suður á eftir til að vera á Landsfundi Sambands sveitafélaga á morgun og síðan langar mig mikið til að fylgjast með mínu fólki í Útsvarinu annað kvöld.  Flugið verður svo tekið til Akureyrar  á laugardag til að vera á Kjördæmisþingi þar - bílinn minn bíður þar í snjóskafli eftir að komast heim á laugardagskvöld.

Fermingarstúlkan mín er að fara suður í körfuboltaferð um helgina svo ég þarf ekki að vera með alveg eins mikið samviskubit gagnvart henni og ella.  Hún er ótrúlega dugleg að bjarga sér og er aðalkokkur heimilisins, en stundum rekast hagsmunir á og það getur verið erfitt.  Hún á að syngja á tónleikum í dag og ég missi af þeim - mér finnst það mun leiðinlegra en henni...

Við konur þjáumst af krónísku samviskubiti - en komumst í gegnum dagana með skipulagi, símtölum og áminningum og í flestum tilvikum verða börnin sterk og dugleg svo framarlega sem þau upplifa líf sitt öruggt og að væntumþykja umvefji þau. En nú ætla ég að koma skvísunni minni í skólann...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég  bíð spenntur eftir  árangrinum hjá ykkur  þarna í NA kjördæmi og sendi baráttu kveðjur,  einu sinni tilheyrði ég þessu kjördæmi og  á sterkar rætur þangað.   Fram til sigurs

Kristján Elís (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband