Leita í fréttum mbl.is

Væntingar og viðhorf

Er að hlusta á morgunútvarpið - þar sem ágætt fólk er að ræða um að oft vill fólk í samböndum að makinn geri mann hamingjusaman. Mér finnst maður oft rekast á þetta viðhorf eða kannski bara misskilning. Ég held að enginn geti gert mann hamingjusaman nema maður sjálfur.  Aftur á móti gefur það manni mjög mikið að vera í góðu sambandi þar sem nánd, ást, virðing og vinátta auðga líf manns.  En ég held að hamingja tengist viðhorfi manns og væntingum til lífsins - eins og reyndar svo margt annað.  Mér finnst ég oft hafa upplifað það sem kennari að maður getur náð mjög miklu út út nemendum sínum með jákvæðum viðhorfum og væntingum - þú getur það víst - mottóið hefur reynst mér best af öllum kennslutrixum sem ég hef reynt að beita.

En nú er runnin upp enn einn spennandi dagurinn - fundur með fjármálastjóranum mínum til að taka stöðuna, fundur um háskólanám á Austurlandi og síðan fundur með heilbrigðisráðherra síðdegis.

... og nú verða fermingarboðskortin vonandi prentuð út í kvöld


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með 3 sætið, nú er það bara að koma 3 sætinu á þing! :)

Sissó (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 13:51

2 identicon

hæhæ.. sammála þér með hamingjuna..  ef þú ert ekki hamingjusamur einn þá ertu það ekki með öðrum...    en er hamingjan eftirsóknarverð ?  Fer eftir því hvað fólk telur hamingju er það ekki. ?

Dandý (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband