Leita í fréttum mbl.is

Vinnulag

Mér verður það sífellt betur ljóst að það eru ennþá til karlmenn sem trúa því í alvörunni að konum sé ekki treystandi til að gegna ábyrgðarstöðum, en þær séu fínar til uppfyllingar og skrauts.  Þegar atburðir minna mig á þessa afstöðu karla hrekk ég alltaf í kút, klíp mig aðeins og hugsa - það er kannski bara árið 1909, en ekki 2009!

En það er árið 2009 - konur á landsbyggðinni eru með tæplega 17% lægri laun en karlar - og karlar passa upp á það að konur komist ekki á toppinn, nema þar sem þeim hentar og í umræðum á tillidögum!!!

Það er ljóst að það þarf að blása til alvörusóknar til að gera öllum þjóðfélagsþegnum það ljóst að best er að aðferðafræði beggja kynja sé viðhöfð allsstaðar og þegar aðferðafræði karla hefur klikkað illilega um árabil er snjallt að prófa hina í stað þess að spóla svo flag sé eftir...

Það er gott að eiga skýra lífssýn um jöfn tækifæri allra   - og ennþá betra að berjast fyrir henni - svo nú er um að gera að einhenda sér bara í það.  Megið þið eiga góðan baráttudag fyrir ykkar hjartans málum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Já, þeir ríghalda í valdastöðuna, karlagreyin.

Gangi þér vel í baráttunni.

Sigrún Jónsdóttir, 16.2.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband