Leita í fréttum mbl.is

Menntastefna - falleg orð eða sameiginleg markmið

Í dag fæ ég það skemmtilega hlutverk að kynna drög að nýrri menntastefnu Fljótsdalshéraðs á sameiginlegum fundi allra nefnda sveitarfélagsins. Fundurinn markar upphaf að vinnu nefndanna við starfs- og fjárhagsáætlanir fyrir næsta ár, í nýju handbókarformi.

Við vönduðum okkur þegar við fórum að vinna þessa menntastefnu á vordögum, kölluðum til fulltrúa allra aðila sem að málum koma, réðum okkur verkefnisstjóra og reyndum að láta þessa stefnu vera eign margra - við eigum því sameiginlega framtíðarsýn og sameiginlegar áherslur - en útfærslan er svolítið eftir og framkvæmdin úti í skólastofnunum sveitarfélagsins.  Það er talað um skóla margbreytileikans, vinnu - skóla, list - og verkgreinaáherslu, ábyrgð foreldra, félagsfærni, gleði, sterka sjálfsmynd, samvinnu og margt fleira afar mikilvægt í stefnunni og það eru ákveðnar hugmyndir að útfærslu. - En skólarnir eru framkvæmdaraðilarnir, við verðum að setja allt okkar traust á þá - fulltrúar þeirra eiga þessa stefnu og munu þurfa að "selja" hinum hugmyndirnar...

Ég er mjög upptekin af því að það þurfi að vera gaman í vinnunni - sérstaklega ef maður er að vinna með fólki.  Ég held að gleðin verði til við uppbyggilegt samstarf þar sem menn eru að vinna að sameiginlegum, spennandi verkefnum og innleiðingu þeirra - vonandi getur þessi menntastefna búið til svona samstarfsvettvang. 

Svo er gleðin auðvitað líka hluti af því að taka sig hæfilega hátíðlega og vera bara maður sjálfur...

Það verður örugglega spurt um það í dag hvort við ætlum að setja meiri peninga inn í skólana til að geta gert þessa stefnu að veruleika - í hjarta mínu er ég sannfærð um að það er nóg af peningum ætlað til skólastarfsins nú þegar - en það þarf að skoða það mjög alvarlega hvort verið er að nota þá í rétt verkefni með réttum áherslum!!!

En núna ætla ég að drífa mig í ræktina til að vera spræk og hress í dag - auk ofangreinds verkefnis bíður mín fundur með Vegagerðinni um skipulagsmál og svo er ég á kafi í að lesa um "hinun"...

Megið þið eiga góðan dag....Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þú svo gáfuð alltaf þegar ég les bloggið þitt.  þangað til þú mætir í spinning.. 

en þetta er jú bara grín.

Dandý (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband