Leita í fréttum mbl.is

Ungar listakonur af Héraði

Fór á fína tónleika í kirkjunni hér á Egilsstöðum í dag. Tvær ungar konur sem búið hafa á Héraði um árabil spiluðu á píanó og þverflautu og frumfluttu verk eftir þá þriðju.  Allar eru þessar konur að læra tónlist og frábært að fá þær heim til að leyfa okkur að fylgjast með þeim.  Takk Þórunn Gréta, Sóley og Bára.  Eftir tónleikana fóru síðan flestir tónleikagestir á Café Nielsen og fengu sér kaffi og köku á pallinum og nutu veðurblíðunnar.

Í morgun fór ég út að hjóla eins og svo oft á sunnudagsmorgnum, sé alltaf eitthvað nýtt og hugsa eitthvað nýtt.  Í morgun velti ég tvennu mest fyrir mér: hversu nauðsynlegt það er að gera Lagarbrautina í Fellabæ að íbúabyggð og síðan ástandinu á opnu svæðunum meðfram göngu- og hjólastígunum og víðar í bænum.  Það er afar góð leið til að skoða bæinn að hjóla um hann.

Þegar ég kom heim síðdegis heyrði ég hversu mikið hefði gengið á í Reykjavík og síðan Þingvöllum, tveir menn fallnir í valinn, vegna persónulegra deilna.  Harmleikur - ég get ekki annað en hugsað til konunnar sem tengdist þessum mönnum, hún á samúð mína alla.  Mikið vildi ég að fólk fengi meiri aðstoð og ráðgjöf þegar það slítur erfiðum samvistum, það er afar flókið ferli og þarfnast mikils sveigjanleika og tíma þar sem miklar tilfinningar eru oftast í spilinu.  Ég held að með aðstoð mætti koma í veg fyrir harmleiki sem oft leika börn og unglinga sérstaklega illa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Jónína Rós! Takk fyrir að eyða með okkur þessu skemmtilega broti úr þessum undurfallega degi. Megi þetta endurtaka sig sem oftast í framtíðinni.

 Kær kveðja, 

Þórunn Gréta 

Þórunn Gréta (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband