Leita í fréttum mbl.is

Lestur og meiri lestur

Ég hef greinilega ekki haft tíma til að lesa of lengi..., nú ligg ég bara í bókum og nenni ekkert annað að gera.  Er búin með tvær talsvert viðamiklar á stuttum tíma. Þegar ég komst inn í þráðinn hennar Fríðu í Húsi Júlíu varð ég alveg heltekin, mér finnst þessi bók frábær og virkilega umhugsunarverð.  Nú gæti ég skrifað mikið og lengi um stöðu konunnar í ljósi þeirra hughrifa sem þessi bók vakti hjá mér.  Konur sem þóknast og þjóna eru mér ofarlega í huga, Júlía var þannig og gekk afar langt í þjónustunni. Það er flestu fólki óháð kyni eðlilegt að þjóna og þóknast þeim sem þykir vænt um, en það er bilið milli þjónustu og sjálfstæðis sem getur verið erfitt fyrir suma að brúa, sennilega erfiðara fyrir konur en karla. Gamla bókin um Öskubuskuáráttuna minnir mann líka á mikilvægi þess að halda ávallt sjálfstæði sínu þó manni sé ljúft að sinna og hlúa að öðrum.... skrifa meira um konur vs karla síðar

Hin bókin var eftir Yrsu Sigurðar "Sér grefur gröf" afar spennandi og heldur manni föngnum allt til loka, ætla á bókasafnið á eftir og finna meira að lesa eftir Yrsu.  Veðrið er hálfleiðinlegt og ég var jú búin að lofa sjálfri mér að nota sumarfríið í að efla líkama og sál, skrepp svo út að hjóla þegar styttir upp eða í ræktina ef áfram rignir.

Í pólitíkinni er eiginlega sumarfrí, stjórnaði þó bæjarráðsfundi í gær. Stærsti hluti fundarins fór í spjall við sýslumann og yfirlögregluþjón, bæjarráð átti frumkvæði að því að fá þá til skrafs og ráðagerða, sérstaklega í ljósi þess að við vorum að leggja fram fé til kaupa á fíkniefnarleitarfundi og vildum gjarnan fá að vita svolítið hvernig hann yrði notaður.

Annað sem er mér umhugsunarefni eins og reyndar oft áður - rígurinn milli Héraðs og Fjarða,  ég leyfi mér að halda því fram að Fjarðamenn haldi þar fastar í ríginn en við Héraðsmenn. Mér finnst til dæmis sárgrætilegt hvað Fjarðarmenn láta nýjar áætlanir um endirbætur á Öxi fara í taugarnar á sér. Eru ekki allar vegbætur á Austurlandi okkur til hagsbóta? Mikið langar mig til að leiðin um firði verði bætt og stytt, allar jarðgangnahugmyndir á Austurlandi nái fram að ganga og ekki síst að jarðgöng verði gerð til Vopnafjarðar. Það myndi styrkja landshlutann allan verulega.  Öxi er nauðsynleg fyrir íbúa á Djúpavogi og nágrenni sem eiga í miklum vandræðum.  Verum glöð og samstíga..... 

Nú ætla ég að fara með 12 ára gamalli dóttur minni í BT, hún var að fá útborgað og ætlar að kaupa sér iPod, gígabætafjöldinn verðu skoðaður í búðinni, en fyrst þarf ég að skipta á barnabarninu og græja okkur til...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband