Leita í fréttum mbl.is

Miklar sviptingar

Úrslit kosninganna eru ráðin, stjórnin hélt velli, að vísu með minnihluta atkvæða þjóðarinnar á bak við sig, svipað hlutfall og hinir flokkarnir samtals...

Mér er efst í huga hagur gamla fólksins sem þessi ríkisstjórn hefur haft 12 ár til að bæta, hvernig ætli því fólki líði í dag, inni á fjölmennisstofunum sínum með aleiguna í náttborðinu....

Svo er ég þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að heimsækja fólk vítt og breitt um Austurland og hlusta á það lýsa lífskjörum sínum, margt hefur þar verið jákvætt en annað neikvætt.

Og ég er líka þakklát því fólki sem hefur stutt okkur þannig að við erum nú næststærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi með mikla vaxtarmöguleika...

En nú finn ég að hugurinn hvarflar að öðrum verkefnum í lífi mínu, börnunum mínum bæði þeim sem ég á alveg sjálf og skólakrakkarnir mínir, bæjarpólitíkin hefur verið útundan þar eru ýmis verk að vinna, vinir mínir hafa verið þolinmóðir og heimilið er á mörkum þess að vera heilsuspillandi.

Sumarið er framundan, ég er ákveðin í að njóta þess...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband