Leita í fréttum mbl.is

Laugardagur til lukku

Þá er hann runninn upp hinn langþráði kjördagur, á Héraði er hann hvítur...., merki um frystingu velferðarkerfisins hjá ríkisstjórninni sem við ætlum að kveðja í dag??? 

Fannst merkilegt að hlusta á umræður í útvarpinum fyrir nokkru síðan þar sem talað var um að íslensk börn hefðu aldrei heyrt hugtakið stjórnarmyndunarviðræður.  Erum við virkilega svo íhaldssöm þjóð að við þorum ekki að skipta um ríkisstjórn???

Hlakka til dagsins, það verður kosningakaffi vítt og breitt um Austurland, á Héraði  verðum við á fallegu kosningaskrifstofunni okkar í Níunni, á Seyðisfirði á Hótel Snæfelli o.s.frv...

Kosningabaráttan hefur verið skemmtileg og vonandi hefur hún náð að skila þeim árangri að það verði ríkisstjórnarskipti hér eftir daginn í dag.  Mig langar að þakka öllum sem hafa komið að kosningabaráttunni með einum eða öðrum hætti, það hefur verið gaman að vinna með ykkur. Fram til sigurs Samfylkingarfólk....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband