Leita í fréttum mbl.is

Kvennastörf

Var á fjölmennum og skemmtilegum fundi með þeim Einari Má og Örlygi Hnefli á Kaffi Sumarlínu á Fáskrúðsfirði í gærkvöldi. Í upphafi fundar leit út fyrir að  við kaffiborðið okkar sætu bara nokkrir karlar en heldur betur rættist úr þegar heill hópur hressra kvenna sem vinna á hjúkrunarheimili staðarins birtist til að fá sér kaffi og spjall eftir kvöldgöngu sína. Þær voru að sjálfsögðu uppteknar af því hversu illa gengur að fá fólk til starfa í þeirra geira og við ræddum kynbundinn launamun út frá mati á umönunarstörfum. 

Mælistikan "hagnaður" er ekki hagstæð gömlu fólki, hún er ekki hagstæð börnum né fólki almennt.  Þess vegna gefur notkun þess mælikvarða lítið í veskið hjá þeim sem starfa með fólki.

Mælistikan "jöfnuður" er hagstæð fólki, ekki síst því fólki sem ekki getur svo auðveldlega barist sjálft fyrir sínu.  Jafnaðarmælistikan metur því störf með fólki mikils, og er því afar mikilvæg til að minnka hinn langlífa launamun kynjanna.

4 dagar eftir og við siglum seglum þöndum - í áttina að markmiðinu: breytingu á hugsun stjórnvalda fyrir allt fólkið á öllu landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband