Leita í fréttum mbl.is

Prófkjör

Margar rannsóknir sýna að prófkjör eru ekki kvenvinsamleg leið til að velja fólk á lista, konur eru ekki sérlega góðar í að markaðssetja sig sem einstaklinga þó þær séu frábærar í að markaðssetja lífssýn, lið, fyrirtæki og stofnanir.  Þeim finnst líka flestum vont að dvelja langdvölum að heiman því heimilið og börnin eru þeim mikilvægara en flest annað. En þær vita að þeirra lífssýn og aðferðafræði verða að móta íslenskt samfélag, nú sem aldrei fyrr, og því láta þær sig hafa það að taka slaginn. 

Þá er um að gera að hafa gaman af slagnum og taka hann ekki of persónulega – í prófkjöri er verið að velja liðið sem á að selja hugmyndafræði flokks eða hóps, því miður virðast sumir gleyma því í hita leiksins og nota jafnvel aðferðir sem skemma fyrir því að liðsheildin verði sterk og samheldin.

Foringi verður sterkur þegar hann nær að fá fólk til að vinna með sér að sameiginlegum markmiðum og góðum starfsanda – ekki þegar hann spilar sóló í von um sem mest völd.

Subbuleg aðferðafræði er „out“ núna – ég held að aðferðafræði kvenna með áherslu á umræður, samantekt og ákvarðanatöku á grundvelli umræðna sé „in“ núna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Mikið og margt til í því sem þú segir Jónína. Eitt er víst að prófkjör hafa hingað til ekki verið konum í hag. Vonandi tekst okkur að breyta því.

Það er ekki gott að þurfa að vera með kynjakvóta til að tryggja konum framgang. Reyndar þarf að hafa hann í sumum kjördæmum til að tryggja körlum framgang.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 25.2.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband