Leita í fréttum mbl.is

Þak yfir höfuðið

Flestar fjölskyldur á Íslandi búa við þokkalega öruggar húsnæðisaðstæður, eiga íbúð eða hús og geta þannig búið sér og sínum öruggt heimili.  Eða þannig var það a.m.k. áður en krónan missti verðgildi sitt og verðbólgan reis til hárra hæða.  Nú spyr maður sig hvort það sé lúxus að eiga íbúð?

Auðvitað þurfa bankar og sjóðir að fá leigu fyrir peninga sem þeir lána út - en hversu há þarf hún að vera?

Af 15 milljóna króna láni greiðir maður rúmar 600 þús krónur á ári í vexti ef maður er svo heppin að lánið er með 4,15 % vöxtum - verðbætur í 18 % verðbólgu eru á þriðju milljón á ársgrundvelli - þær jafnast að vísu út á lánstímann - en bætast ofan á höfuðstólinn svo vaxtagrunnurinn hækkar og verðbólgugrunnurinn hækkar... og þannig hækkar leigan á peningunum og heildarkostnaður greiðandans með veldisvexti - við borgum og borgum - en hversu lengi getum við borgað og hverjum er það til hagsbóta að einstaklingar fari á höfuðið í hópum með tiheyrandi lausung fyrir fjölskyldur þessa lands????

Það má ekki vera lúxus að búa börnum sínum öruggt heimili. Það verður að búa til kerfi sem gerir íbúðalán öðruvísi en neyslulán svo íbúar á Íslandi þurfi ekki að fara á hausinn, bara vegna þess að þeir eru að kaupa sér blokkaríbúð!!!

Ég treysti engum betur en Jóhönnu til að vinna í þessum málum - en ég þarf endilega að komast á þing til að hjálpa henni við verkið...

Dagurinn í dag eru helgaður hestamennsku - slepp víst við að vera þulur á Ístöltinu - en á að afhenda verðlaun - og svo verð ég í því skemmtilega hlutverki að vera hestasveinn fyrir börnin mín sem ætla að sýna gæðingana sína á ísnum.  Í kvöld er svo uppskeruhátíð hestamanna á svæðinu, þar sem ræktendur og knapar fá sínar viðurkenningar með tilheyrandi veisluhöldum. 

Mér sýnist veðrið vera fínt - góður útivistardagur framundan Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta frost sem er búið að éta mann inn að beini síðan um áramót hefði nú getað verið hér í dag þegar hægt var að hafa not af því.

Vona að ísinn haldi hestum og hestamönnum og að ístöltmótið lukkist vel.

Góða skemmtun í kvöld - ég verð á þorrablóti í Tungunni

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 09:37

2 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Mikið er ég sammála þér Jónína. Það er lúxus að eiga lítið skuldsett hús svo mikið er víst. Auðvitað kemstu á þing.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 21.2.2009 kl. 11:51

3 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Mikið verðið þið flottar saman,- þú og Jóhanna ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 21.2.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband