Leita í fréttum mbl.is

Pólitík á mannamáli

Í náminu mínu er mikið fjallað um orðræðu. 

Annars vegar er þar verið að fjalla um hversu mikilvægt er að þeir sem eru á sama fræðasviði tali einu máli og séu með sameiginlegar skilgreiningar á hugtökum svo skilingurinn fari ekki á milli mála.

Hins vegar er er mikil áhersla lögð á það að orðræða/málnotkun í skólum sé í raun orðræða ákveðinna þjóðfélagshópa og að sum börn eigi einfaldara orðfari að venjast og því ekki jafn góð í því að skilja það sem fram fer í skólanum.  Þessi staðreynd skapar ójafnræði og því afar mikilvægt að skólafólk sé meðvitað um stöðuna og einfaldi mál sitt þegar það á við um leið og það vinnur að því að auðga orðaforða allra nemenda.

Stundum finnst mér þetta vera svona í pólitíkinni líka, orðræðan sem þar er notuð er oft afar flókin og erfitt fyrir almenning að setja sig inn í mál. Lærðar skýrslur eru ekki skrifaðar á máli sem almenningi er tamt, heldur á fagmáli ákveðinna fagstétta og pólitíkusa.

Getur verið að einhverjum finnist það gott að sem fæstir skilji svona skýrslur og pólitík almennt???

Mér finnst skipta miklu máli að pólitík sé töluð og skrifuð á mannamáli ekki síst til að gera sem flesta virka í umræðu og starfi. Þegar maður skilur sjálfur umræðuna getur maður oftast útskýrt hana á tiltölulega einfaldan hátt. 

Skiljum við pólitíkusar ekki nema hluta þess sem við erum að fjalla um og tölum þess vegna í frösum???

Kannski er það sérkennarinn í mér sem er stöðugt að vinna að því að matreiða orð þannig að sem flestir skilji og geti tileinkað sér. 

Þegar fagstétt er að vinna að sínum málum er eðlilegt að hún noti sína faglegu orðræðu - en þegar verið er að vinna að málum þjóðarinnar er eðlilegt að slíkt fari fram á mannamáli, þess vegna á pólitík að vera sett fram á vandaðan einfaldan hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður málskiningur hlýtur að vera ein af undirstöðum þess að geta unnið saman. Því miður þurfa sumir að pakka því sem þeir vilja segja í mikið orðskrúð sem torvelt er að skilja. Þannig dulbúast menn sem hafa lítið til málanna að leggja og virka afskaplega gáfulegir.

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband