Leita í fréttum mbl.is

Kort og pakkar

Það skemmtilegasta við jólin er að skrifa á jólakort og pakka inn jólagjöfum.  Verð að viðurkenna að mér finnst líka gaman að opna jólapakka og lesa jólakort sem ég fæ send. Wink Er að verða búin með þennan skemmtilegasta þátt desemberlífsins...

Þessi sérstaki tími þar sem maður hugsar til baka til vina og ættingja og sendir þeim jólakveðju gerir manni gott, það fer ákveðin upprifjun á lífi manns fram og maður man betur en ella að það er mikið af yndislegu fólki þarna úti sem manni þykir vænt um og þykir vænt um mann. Góð tilfinning - hin eiginlega jólatilfinning.Heart

Ég er seinni en oft áður í jólaundirbúningnum - er samt ákveðin í að gera ýmislegt - ekki í stressi yfir því að ég verði að gera hitt og þetta.  Ég ætla bara að gera það sem mig langar til að gera.  Mig langar til að baka svoliítið meira og mig langar til að hafa fínt hjá mér.  Það er allt annað að vinna verk með því hugarfari að þau séu fyrir mann sjálfan, ekki unnin af leiðinda skyldurækni.  Í dag á að halda áfram að taka til og vonandi baka svolítið líka.  Annars er stóra stelpan mín að koma og litla jólaprinsessan hún Karen Rós kemur auðvitað með mömmu sinni, það verður yndislegt að fá þær.  Guðbjörg Anna er alger jarðýta þegar hún tekur sig til og sú litla er bara frábær....

Jæja nú ætla ég að ráðast á staflana sem ég flutti til í gær, megið þið eiga skemmtilegan jólaundirbúningsdag...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mitt jólatré er úr Skriðdalnum  hefði maður nú einhvern tíma trúað að það kæmu jólatré úr þeirri sveit.

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband