Leita í fréttum mbl.is

Hallormsstaðadagur

Í dag ætlar litla fjölskyldan í Kelduskógunum að fara inn í Hallormsstað og ná sér í blágrenijólatré og kíkja svo á sýninguna á Húsó svona í leiðinni.  Sonur minn tilkynnti mér það um daginn að við gætum alveg eins skreytt kústskaft eins og að vera með furu aftur - okkar jólatré væri sko blágreni.  Og þar sem einmitt er boðið upp á að höggva blágreni í skóginum okkar í dag þá gerum við það auðvitað. Við tökum ömmu á Ketilsstöðum með, hún þarf að kíkja á sýninguna, gamli vefnaðarkennarinn.

Í gær skruppum við á jólamarkaðinn í Barra og fengum okkur rússneska súpu, hangikjötssmakk og kakó og versluðum svolítið - þarna var annar hver Héraðsmaður og einhverjir Fjarðarmenn líka - skemmtilegt innskot í jólaundirbúninginn þessi Barramarkaður.

Ég lauk við annað en frágang og yfirlestur á verkefninu mínu í gær svo nú get ég farið að snúa mér að öðrum verkefnum sem fyrst og fremst snúast um að gera heimilið jólalegt, baka svolítið, skrifa á jólakort og ljúka við að kaupa jólagjafir. Einhver pólitísk verkefni bíða líka.

Ég var ánægð með Ingibjörgu Sólrúnu í gær - mér fannst hún tala við þjóðina, og ég er farin að líta á það sem eitt það mikilvægasta sem þarf að gera núna, fyrir utan markvissar og fumlausar rannsóknar - og björgunaraðgerðir þar sem leitað er að öllum kurlum, því sjálfsagt vantar talsvert á að þau séu öll komin til grafar í hamförunum miklu.

En núna ætla ég að leita að heimili mínu undir öllum stöflunum og hrúgunum Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband