Leita í fréttum mbl.is

Haust í gær og vetur í dag

Trúði vart eigin svefndrukknum augum klukkan sex í morgun - alhvít jörð á Héraði.  Fallegt en vart tímabært, haustið má gjarnan vara lengur mín vegna.  Það var því lúsast í ræktina með hugann fullan af því hvort tímabært væri að skipta yfir á naglana, held ég þrjóskist um á sumartúttunum eitthvað áfram...

Meðan ég puðaði á brettinu hlustaði ég á fréttir og vangaveltur um ástandið í efnahagsmálunum og þar með þjóðmálunum almennt - hugmynd Davíðs um þjóðstjórn er kannski ekki vitlaus - en eru afskipti hans af málum ekki að verða ágæt... eru ekki fleiri bankastjórar í Seðlabankanum sem örugglega hafa fullt eins mikið vit á málum og eru kannski hlutlausari og þar með faglegri í umfjöllun og verkum??? Davíð getur svo bara rætt pólitík við sitt fólk í Valhöll, hann er ekki lengur forstætisráðherra...

Skilaði stóru verkefni í gær - ætla því bara að dunda mér í dag við að lesa um hvernig menn hafa útfært hugmyndir um skóla án aðgreiningar út um heim svo ég geti verið þokkalega viskuleg í líflegum umræðum á netinu. 

Þar eru allir sammála um það að skóli án aðgreiningar eða skóli fjölbreytileikans sé það sem eigi að vera en það er samt ekki veruleikinn.  Breytingar í skólastarfi virðast gerast afar hægt - a.m.k. ef þær eru róttækar. Af hverju eru kennarar svona hræddir við að sleppa svolítið takinu og breyta til, leggja áherslu á að breyta skipulaginu svo meiri áhersla verði á nám en kennslu og að gleði og ánægja fái að ríkja í skólastofunum. Auðvitað verðum við að stjórna og hafa ákveðna þræði í hendi en við verðum líka að treysta því að krakkarnir læri án þess að við séum á herðunum á þeim stöðugt...

Sólin skín inn um gluggana hér í Vísindagörðunum á Egilsstöðum - snjórinn er á undanhaldi - bjartur dagur framundan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar  gaman að sjá þig í ræktinni -

ég er sammála þér með kennsluna- fjölbreytni er mun áhugaverðari en það sem aldrei breytist   stend með þér.

Dandý (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband