Leita í fréttum mbl.is

Fjarskipti

Ótrúlegt hversu hröð þróun er í fjarskiptum. Þegar ég byrjaði að kenna haustið 1982 var "númerið" á kennarastofunni löng - stutt og bara var hægt að hringja á ákveðnum tímum sólarhringsins. Þegar ég sendi tölvupóst í fyrsta sinn þurfti að framkvæma 10 aðgerðir áður en pósturinn var sendur og hraði sendinganna var ekki stórkostlegur - síðan hafa liðið mörg ár - og breytingarnar eru ótrúlegar. Núna sit ég með nettengda tölvuna á hnjánum, engar snúrur að pirra mig því sambandið er þráðlaust, gemsinn liggur við hliðina á mér og ég get verið í sambandi við fólk langt út fyrir landssteinana á msn og skype og svona mætti lengi telja.

Það sem er vont er að þetta á ekki við um alla þá sem búa í sveitarfélaginu mínu - enn eru svæði sem eru ekki tengd netinu nema í gegnum símalínu með tilheyrandi seinagangi og kostnaði.  Árið 2008 veldur þessi staðreynd verulegri mismunun - börn og unglingar sem búa við þessar aðstæður eiga takmarkaðri möguleika til samskipta við jafnaldra og aðra þá sem þeir vilja vera í sambandi við, fólk í fjarnámi situr við annað borð en við í þéttbýlinu. - Þessi mismunun er kaldhæðnisleg ef maður hugsar um það hverjir það eru sem þurfa nauðsynlega að vera í rafrænu sambandi - eru það ekki einmitt þeir sem eiga erfitt með að vera í beinu sambandi við fólk og stofnanir vegna fjarlægða og erfiðra samgangna???

Ég er að verða verulega leið á því að bíða eftir lausnum Fjarskiptasjóðs - með tilheyrandi annmörkum vegna svæða á markaði og lagakrókum í því sambandi... Er málið ekki nokkuð einfalt? - það eiga allir Íslendingar að eiga rétt á nútímalegum tengingum til að geta nýtt sér jafn sjálfsagðan hlut og rafræn samskipti og þjónustu. 

Rafrænar kveðjur að austan Wink

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

,,Að ver´í sambandi við annað fólk er mér lífsnauðsyn" kváðu Stuðmenn ef mig misminnir ekki. Hugsaðu þér Nína mín hve samband okkar t.d. væri með öðru sniði ef þessarar tækni nyti ekki við.

Sigþrúður Harðardóttir, 9.9.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband