Leita í fréttum mbl.is

Að byrja í skólanum

Ég man hvað mér fannst merkilegt þegar frumburðurinn minn byrjaði í skóla, stúlkan með stóru skólatöskuna var mynduð í bak og fyrir og mikið var gert úr deginum og hversu merkilegur þessi áfangi væri.  Þegar englabossinn byrjaði voru einhverjar myndir teknar og hann knúsaður extra mikið áður en hann hóf líf hins sjálfstæða skóladrengs.  Örverpið fékk líka knús en lítið annað...

Í dag vorum við Berglind Rós báðar að hefja nýja áfanga í okkar skólagöngu - hún að byrja í unglingadeild og ég að stíga fyrstu skrefin sem háskólastúdent í fullu námi í 26 ár!!!

Núna sit ég í Þekkingarsetrinu á Egilsstöðum og ætla að skoða kúrsana og námsefnið áður en ég fer suður í fyrstu staðlotuna.  Mér líst vel á aðstæður og fólkið sem er að vinna hér og hlakka rosalega til að takast á við verkefnið en auðvitað er smákvíðahnútur einhversstaðar inni í tilhlökkuninni Wink

Smá pólitík í lokin: Er forsvaranlegt að hafa fólk við stjórnvölinn í höfuðborginni sem nýtur bara trausts um þriðjungs borgarbúa??? Ég get ekki annað en fundið til með nýju borgarstýrunni sem er örugglega ágætis manneskja og ekki slæmur pólitíkus - en hún hefur bersýnilega veðjað á rangan hest sem gæti haft veruleg áhrif á pólitíska framtíð þessarar ágætu konu.

En nú ætla ég að fara að læra Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fylgi flokkanna vill nú sveiflast upp og niður á kjörtímabilinu og ekkert við því að gera. Mér finnst hins vegar ekki forsvaranlegt að menn vita það ekki að kvöldi í Reykjavík hver verður borgarstjórameirhluti að morgni og enn síður hver verður borgarstjóri um næstu helgi.

Borgarstjórnin hefur sama mynstur og veðrið í Reykjavík. Þú klæðir þig í takt við morgunlognið og sólskinið en áður en þú veist af er komið rok og rigning.

En hvað um það. Gangi þér vel í skólanum og einbeittu þér að námsefninu gæskan. Ég sá ekki skólatöskuna þína en ég sendi þér eitt skólaknús

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 10:15

2 Smámynd: Guðbjörg Anna

Á eftir að framkalla myndirnar eða hef ég ekki séð þær?? hugsaðu þér samt hvað þú átt orðinn gamlan frumburð, ÁTJÁN ár liðin (ef mér reiknast rétt) síðan fyrsti skóladagurinn minn var.. En þú talar um stóra tösku, var það þessi rauða harða sem langamma Sesselja gaf mér??

Guðbjörg Anna , 26.8.2008 kl. 20:50

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Góða helgi

Anna Ragna Alexandersdóttir, 30.8.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband