Leita í fréttum mbl.is

Góður ágústsunnudagur

Við Berglind Rós vöknuðum snemma í morgun, höfðum til nesti, sóttum Eydísi vinkonu mína og hittum hóp af góðu fólki sem ætlaði að ganga yfir Hallormsstaðaháls og njóta síðan tónleika með Sniglabandinu og Borgardætrum í stássstofu skógræktarinnar á Hallormsstað.  Lagt var upp frá Upplýsingamiðstöðinni, ekið að Geirólfsstöðum í Skriðdal og gengið þaðan stikaða gönguleið yfir hálsinn.  Gangan gekk vel - við fengum ágætis gönguveður alla leið - en alltaf jafn gaman að koma niður í skóginn og finna hversu skjólsæll og hlýr hann er - mér finnst alltaf vera mörgum gráðum hlýrra inni í skóginum en utan hans. Við vorum rétta þrjá tíma á göngu - vorum hæflega þreyttar og ánægðar með okkur þegar við settumst fast upp við sviðið í Neðstareit og nutum góðrar tónlistar og skemmtilegrar sviðsframkomu um leið og mesta þreytan leið úr skrokknum. Afar góð nýting á sunnudegi: fjölskyldusamvera, hreyfing og menning...

Þegar heim kom var Berglind Rós í matarstuði og ákvað að prófa að grilla pizzu - gekk ljómandi vel hjá henni og úr varð hinn fínasti matur...

En nú er víst kominn mánudagur - sjónvarpið gengur með leik Íslendinga og Egypta - finnst nú Íslendingarnir hálfslappir ennþá, staðan 10 - 8 fyrir Egyptana - held samt að við hljótum að vinna... það eru allavega 2 Egyptar utan vallar í bili, þeir gefa ekkert eftir þó þeir séu  að fara heim, neðstir í riðlinum... Best að einbeita sér að leiknum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband